Þórður vann Nordic Talents 2015: Ætlar núna að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2015 16:00 Rúnar Rúnarsson og Þórður Pálsson. vísir „Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“ Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira