Skyr-smoothie í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna Sæunn Gísladóttir skrifar 9. september 2015 10:33 Skyr-smoothie fæst nú með mörgum mismunandi bragðtegundum, meðal annars caffe latte. Vísir/Andrew Buerger Skyr-smoothie, sem fyrirtækið B’more Organic framleiðir í Maryland, er nú komið í sölu í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna. Andrew Buerger, stofnandi fyrirtækisins, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir próteinríkum og hollum drykkjum í Bandaríkjunum og fara nú vinsældir B’more vaxandi. Eftir ferð til Íslands árið 2010 stofnaði Andrew Buerger ásamt konu sinni fyrirtækið B’more Organic til að framleiða skyrsmoothie fyrir Bandaríkjamarkað. Nafnið er tilvísun í Baltimore, borgina þar sem skyrið er framleitt. Fyrirtækið leggur mikið upp úr lífrænni og sjálfbærri framleiðslu og notar einungis vörur úr nágrenninu. Í upphafi var varan einungis seld á austurströnd Bandaríkjanna í Whole Foods og öðrum sérvöruverslunum. Nýlega gerði Buerger hins vegar samning við bandarísku verslanakeðjurnar Kroger, Harris Teeter og Lowes Foods og fór frá því að selja vörurnar í 10 fylkjum yfir í 40 samtals. Forsaga fyrirtækisins er sú að þegar Buerger var í göngu á Hvannadalshnjúk til að safna áheitum fyrir góðgerðarsamtökunum Jodi’s Climb for Hope, sem fjármagna rannsóknir á MS og brjóstakrabbameini, var honum gefið skyr. Buerger, sem er með mjólkuróþol, smakkaði það sem hann taldi vera jógúrt en veiktist ekki af því. Þegar honum var sagt betur frá skyrinu taldi hann sig vera búinn að uppgötva heilsusamlegustu vöru heims; próteinríka með engri fitu og nánast engum sykri. Buerger ákvað strax að hann vildi fara að flytja inn skyr til Bandaríkjanna. Fljótlega kom þó í ljós að það voru nokkrir aðilar á markaðnum að gera það. Hann fann þó sitt eigið sérkenni og hóf að framleiða skyr-smoothie í staðinn. Uppskriftin er íslensk að uppruna en var svo þróuð með vísindamönnum úr háskólanum í Vermont. Engir Íslendingar hafa komið að henni. Buerger segir að því miður vinni þeir ekki með Íslendingum. Hins vegar sé hann í viðræðum við íslenskan fjárfesti. Buerger hefur ekki snúið aftur til Íslands frá fyrstu ferðinni en segir þau hjónin elska Ísland og geta ekki beðið eftir að koma aftur. Aðspurður segist hann bjartsýnn á framtíðina. Fyrirtækið fer stækkandi og telur hann að það sérkenni drykkjarins að hafa engan við- bættan sykur geri hann einstakan Tengdar fréttir Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skyr-smoothie, sem fyrirtækið B’more Organic framleiðir í Maryland, er nú komið í sölu í fjörutíu fylkjum Bandaríkjanna. Andrew Buerger, stofnandi fyrirtækisins, segir mikla eftirspurn hafa verið eftir próteinríkum og hollum drykkjum í Bandaríkjunum og fara nú vinsældir B’more vaxandi. Eftir ferð til Íslands árið 2010 stofnaði Andrew Buerger ásamt konu sinni fyrirtækið B’more Organic til að framleiða skyrsmoothie fyrir Bandaríkjamarkað. Nafnið er tilvísun í Baltimore, borgina þar sem skyrið er framleitt. Fyrirtækið leggur mikið upp úr lífrænni og sjálfbærri framleiðslu og notar einungis vörur úr nágrenninu. Í upphafi var varan einungis seld á austurströnd Bandaríkjanna í Whole Foods og öðrum sérvöruverslunum. Nýlega gerði Buerger hins vegar samning við bandarísku verslanakeðjurnar Kroger, Harris Teeter og Lowes Foods og fór frá því að selja vörurnar í 10 fylkjum yfir í 40 samtals. Forsaga fyrirtækisins er sú að þegar Buerger var í göngu á Hvannadalshnjúk til að safna áheitum fyrir góðgerðarsamtökunum Jodi’s Climb for Hope, sem fjármagna rannsóknir á MS og brjóstakrabbameini, var honum gefið skyr. Buerger, sem er með mjólkuróþol, smakkaði það sem hann taldi vera jógúrt en veiktist ekki af því. Þegar honum var sagt betur frá skyrinu taldi hann sig vera búinn að uppgötva heilsusamlegustu vöru heims; próteinríka með engri fitu og nánast engum sykri. Buerger ákvað strax að hann vildi fara að flytja inn skyr til Bandaríkjanna. Fljótlega kom þó í ljós að það voru nokkrir aðilar á markaðnum að gera það. Hann fann þó sitt eigið sérkenni og hóf að framleiða skyr-smoothie í staðinn. Uppskriftin er íslensk að uppruna en var svo þróuð með vísindamönnum úr háskólanum í Vermont. Engir Íslendingar hafa komið að henni. Buerger segir að því miður vinni þeir ekki með Íslendingum. Hins vegar sé hann í viðræðum við íslenskan fjárfesti. Buerger hefur ekki snúið aftur til Íslands frá fyrstu ferðinni en segir þau hjónin elska Ísland og geta ekki beðið eftir að koma aftur. Aðspurður segist hann bjartsýnn á framtíðina. Fyrirtækið fer stækkandi og telur hann að það sérkenni drykkjarins að hafa engan við- bættan sykur geri hann einstakan
Tengdar fréttir Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skyr í hverfisbúð í Virginia Beach Skyrið sagt gert á íslenska vísu og er boðið upp á þrjár bragðtegundir. 2. september 2015 07:14