Stefnuræða Juncker: 120 þúsund flóttamönnum deilt milli aðildarríkja Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2015 09:53 Jean-Claude Juncker gagnrýndi fjölda aðildarríkja í ræðu sinni fyrir að gera ekki nóg þegar kemur að móttöku flóttafólks. Vísir/AFP Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir að sambandið muni ráðast í skjótar, staðfastar og umfangsmiklar aðgerðir til að bregðast við flóttamannavanda álfunnar. Juncker flutti árlega stefnuræðu sína í Evrópuþinginu í Strasbourg í morgun og voru málefni flóttamanna mest áberandi. Sagði hann að önnur mikilvæg mál á borð við efnahagsmálin og ástandið í Úkraínu verði að vissu leyti útundan þegar staðan sé svona. Samkvæmt tillögum framkvæmdastjórnarinnar stendur til að skipta 120 þúsund flóttamönnum til viðbótar milli aðildarríkja sambandsins og verði kvótarnir bindandi.Farage með frammíköllTugþúsundir flóttamanna, að stórum hluta Sýrlendingar, hafa lagt leið sína til aðildarríkja ESB á síðustu vikum, og hafa stjórnvöld í Ungverjalandi meðal annars verið vöruð við að búast megi við um 40 þúsund flóttamönnum til viðbótar til landsins fyrir lok vikunnar.Í frétt BBC kemur fram að breski Evrópuþingmaðurinn Nigel Farage hafi verið með frammíköll þegar Juncker flutti ræðu sína, en Juncker þá svarað því til að athugasemdir hans væru einskis virði.Ráðherrar innflytjendamála funda á mánudagStjórnvöld í Þýskalandi hafa lýst yfir stuðningi við að sérstöku kvótakerfi varðandi móttöku flóttamanna verði komið á, en nokkur aðildarríki sambandsins eru því andsnúin. Á mánudaginn munu ráðherrar innflytjendamála sambandins funda og ákveða hvernig til standi að skipta þeim flóttamönnum sem nú hafast við í Ítalíu, Grikklandi og Ungverjalandi milli aðildarríkjanna. Fyrri tillaga, sem lögð var fram í júní, var felld. Stjórnvöld í Ungverjalandi, Slóvakíu, Tékklandi, Póllandi og Bretlandi hafa lýst yfir mótmælum með að þessi leið verði farin. „Ég vona virkilega að allir verði með í þetta skiptið. Við erum að ræða um manneskjur – ekki tölur. Nú styttist í veturinn. Viljum við virkilega sjá fólk sofandi á lestarstöðum og í köldum tjöldum,“ spurði Juncker. Í ræðu sinni lagði Juncker einnig áherslu á að til standi að herða gæslu á ytri landamærum sambandsins og efla leit að ólöglegum flóttamönnum.Milljónir Evrópubúa hafa áður lagst á flóttaJuncker lagði áherslu á að milljónir Evrópubúa hafi áður lagst á flótta, þar á meðal vegna ofsókna nasista fyrir og í og seinna stríði og vegna aðgerða Sovétmanna í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Juncker hélt áfram og hrósaði Tyrklandi, Jórdaníu og Líbanon sérstaklega fyrir þátttöku sína í að taka á móti milljónum flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum ríkjum. Hann gagnrýndi hins vegar sum aðildarríki ESB sem hafa vísað á Brussel og hvert á annað og segja þau gera of lítið eða rangt. „Að kenna öðrum um gerir hins vegar lítið fyrir flóttafólkið, það er einungis sönnun þess að menn geta ekki tekist á við ástandið.“ Þingmenn ýmist klöppuðu eða mótmæltu þessum orðum Juncker.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira