Ferðaþjónustan tapar milljarði á seinagangi Sveinn Arnarsson skrifar 9. september 2015 07:00 Erfiðlega hefur gengið að hefja framkvæmdir við ferðamannastaði. vísir/gva Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir þeim milljarði í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í fjárlögum næsta árs, líkt og Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ítrekað talað um að vanti í málaflokkinn til uppbyggingar ferðamannastaða og til verndar viðkvæmri náttúru Íslands. Ástæðan er seinagangur framkvæmdaaðila. Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar, sem kynnt voru í gær, er áformað að veita 149 milljónir króna á næsta ári til uppbyggingar ferðamannastaða. Ástæður þess að ekki er veitt meira fé til málaflokksins nú er að ekki hefur gengið að útdeila því fé sem sjóðurinn fékk og átti að nýtast í sumar til uppbyggingar. Samkvæmt atvinnuvegaráðuneytinu er umtalsvert fé, um 1,2 milljarðar króna, óhreyft í sjóðnum. Ekki hafi verið ráðstafað í þau verkefni sem úthlutað hafði verið til. Ástæður þessa samkvæmt ráðuneytinu eru seinagangur framkvæmdaaðila og tafir við undirbúning. Þetta staðfestir Albína Thordarson, formaður Framkvæmdasjóðs ferðmannastaða.Grímur Sæmundsen, Formaður SAFGrímur Sæmundsen, formaður SAF, segir þetta vera hárrétt hjá ráðherra og að greiningarvinna hafi farið fram um hvar skórinn kreppir. Nú þurfi allir að leggjast á eitt um að ryðja hindrunum úr vegi uppbyggingar ferðamannastaða. „Ég tek undir yfirlýsingu ráðherra og lýsi yfir áhyggjum af að það séu aðrir þættir en fjárskortur sem hamla uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi,“ segir Grímur. „Á meðan gjalda allir fyrir og við erum í kapphlaupi við tímann. Vöxturinn hefur verið það mikill að við þurfum að sameinast um að leysa málið í stað þess að leita að sökudólgum.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir sagði í Fréttablaðinu 30. apríl síðastliðinn fjögur ráðuneyti hafa hafið vinnu að áætlun um fjármögnun ferðamannastaða. Milljarð þyrfti árlega á næstu árum og yrði uppbyggingin fjármögnuð á fjárlögum. „Og hún verður tryggð, við munum axla okkar ábyrgð,“ sagði ráðherrann.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira