Sjö áhorfendur dóu í spænskri rallkeppni Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 16:45 Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent
Sá hörmulegi atburður varð í spænskri rallkeppni um helgina að 7 áhorfendur dóu þegar ökumaður eins keppnisbílsins missti stjórn á bíl sínum og lenti á hópi áhorfenda. Þessi keppni ber nafnið A Coruna og er haldin í Galisíu í norðvesturhluta Spánar. Keppninni var hætt í kjölfar slyssins. Fimmtán aðrir áhorfendur slösuðust í óhappinu og voru fluttir á spítala. Bæði ökumaðurinn og aðstoðarökumaður hans sluppu ómeiddir. Þeir óku bíl sínum á mun meiri hraða en aðstæður buðu uppá og því misstu þeir stjórnina á bíl sínum með þessum hörmulegu afleiðingum. Sjá má myndskeið af óhappinu hér að ofan. Björgunarfólk á slysstað.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent