Félag atvinnurekenda fagnar tollalækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. september 2015 14:45 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/VG Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Félag atvinnurekenda fagnar því að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé kveðið á um afnám tolla af fötum og skóm um áramót en harmar það að ekki sé gert ráð fyrir lækkun tryggingagjalds í fjárlagafrumvarpi 2016 sem kynnt var í dag. Þetta segir í frétt á vefsíðu félagsins. Stjórn FA fagnar áformum stjórnvalda um að afnema fleiri tolla á næsta ári. Segir FA að tollalækkunaráform stjórnvalda séu mikilvægt framhald þess afnáms vörugjalda sem hófst um síðustu áramót og stórt skref í átt til þess að efla frjálsa milliríkjaverslun. FA hvetur til þess að þessi áform nái til alls innflutnings, og að einstökum atvinnugreinum sé ekki hlíft við þeirri samkeppni sem felst í viðskiptafrelsi. Stjórn FA skorar á ríkisstjórnina að endurskoða þá afstöðu sína að viðhalda tollum á ýmsar innfluttar matvörur. Að mati FA hækka matartollarnir vöruverð í landinu og vernda óhagkvæmar búgreinar fyrir erlendri samkeppni, sem FA telur að myndi hvetja til hagræðingar og vöruþróunar. Segir ennfremur að í sumum tilvikum séu lagðir gífurlegir tollar á innfluttar matvörur án þess að séð verði að verið sé að vernda neina innlenda starfsemi. Stjórn FA harmar þó að ekki sé gert ráð fyrir lækkun á tryggingargjaldi umfram þá litlu breytingu sem áður hafði verið ákveðin. Það sé ekki í samræmi við fyrri ummæli fjármálaráðherra um að hann vildi leita leiða til að flýta lækkun tryggingagjalds. FA telur að háir launaskattar, á borð við tryggingagjaldið, draga úr getu fyrirtækja til að greiða hærri laun eða bæta við sig fólki. Hátt tryggingagjald stuðli því í raun að auknu atvinnuleysi og torveldar fyrirtækjum að taka á sig þær byrðar sem felast í nýgerðum kjarasamningum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira