Tollar afnumdir, skattar lækkaðir og bætur hækkaðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2015 14:52 Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Vísir/Getty Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Tollar á fatnað og skó verða afnumdir um næstu áramót. Þá stendur til að allir aðrir tollar, en þeir sem leggjast á tiltekin matvæli verði lagðir af 1. janúar 2017. Barnabætur hækka sem og bætur elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbótaþega. Í tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu segir að niðurfelling tolla muni hafa umtalsverð áhrif á smásöluverð og gera megi ráð fyrir að vísitala neysluverðs muni lækka um allt að 0,5 prósent á næsta ári og eitt prósent árið 2017. Auk þess að hækka ráðstöfunartekjur heimila, munu þessar breytingar stuðla að samkeppnishæfari verslun hér á landi.Lægri tekjuskattur Sem dæmi er nefnt á vef ráðuneytisins verð á peysu sem kosti nú 4.929 krónur myndi kosta 4.286 krónur eftir afnám tolla. Það samsvarar 13 prósent lækkun. Sé keypt peysa, barnaúlpa, íþróttabúningur, fótboltasokkar, gúmmístígvél, pollagalli, snjógalli og Kuldaskór, sem samsvari 90.462 krónum, myndi það kosta 78.663 krónur á næsta ári. Tekjuskattur einstaklinga mun lækka í tveimur áföngum. Við þann síðari mun skattþrepum fækka úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verðu lækkuð úr 22,86 prósentum í 22,68 prósent um næstu áramót. Í ársbyrjun 2017 munu þrepið lækka í 22,5 prósent. Milliþrepið verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur saman við neðsta þrepið í byrjun árs 2017.Hærri bætur Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að barnabætur muni hækka um þrjú prósent. Þar að auki munu atvinnuleysisbætur og elli- og örorkulífeyrir hækka um 9,4 prósent. Þá er lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leigutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30 prósent í 50 prósent. Það verður gert til að hvetja til langtímaleigu. Virk skattbyrði leigutekna mun þar með lækkar úr 14 prósentum í tíu.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira