Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 8. september 2015 13:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs í hádeginu í dag. vísir/gva Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna á árinu 2016. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. Bjarni sagði að stefnt yrði að hallalausum fjárlögum þriðja árið í röð en nú stefndi í að afkoma ríkissjóðs árið 2015 verði betri en gert var ráð fyrir með 21 milljarðs afgang. „Landsframleiðsla hefur aukist samfellt frá árinu 2011. Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútíma hagsögu Íslands,“ sagði Bjarni og bætti við að heildartekjur lækki fram til ársins 2019, en heildargjöld lækka meira fram til ársins 2019.Greinileg merki um að skuldir heimila séu að lækka Ráðherra sagði kaupmátt hafa vaxið stöðugt, vaxið um 3,7 prósent, og sé kaupmáttur að ná þeim gildum sem hann var á árinu 2007. Þá hafi verðbólga verið hófleg en fari hækkandi á næstu tveimur árum. Þannig er því spáð að hún hækki á nýju, verði milli 4 og 4,5 prósent, en muni svo fara minnkandi. Bjarni sagði atvinnuleysi hafa haldist stöðugt, fjárfesting í atvinnuvegum fari vaxandi og farið yfir langtímameðaltal. „Við sjáum greinileg merki þess að skuldir heimila séu að lækka og eignastaða heimila að batna.“Sjá meira: Bætur hækka um 9,4 prósentÁhersla á að draga úr skuldum ríkissjóðs Kom það jafnframt fram í kynningu ráðherra að vaxtagjöld ríkissjóðs vægu þyngra í opinberum fjármálum en annars staðar. Því yrðu lögð rík áhersla á það að lækka vaxtakostnað ríkisins á næstu árum. „Við munum leggja sérstaka áherslu á að draga úr skuldum ríkisins til þess að draga úr vaxtabyrðinni á næstu árum.“ Heildarskuldir ríkissjóðs standa í 1.177 milljörðum króna en fram til ársins 2018 er að mati Bjarna svigrúm til þess að lækka skuldirnar verulega og myndi söluandvirði á þeim hlut ríkisins í Landsbankanum sem seldur yrði allur nýttur til þess að greiða niður skuldir.Sjá meira: Aukið framlag til hælisleitenda2,6 milljarðar í húsnæðismál Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um 73 milljarðar króna. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Bjarni sagði stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Tollar á fatnað og skó munu falla niður um næstu áramót. Þá sá stefnt að því að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á „tiltekin matvæli“ verði lagðir af í ársbyrjun 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtalsverð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017.“Tekjuskattur einstaklinga lækkar Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrep verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta halda áfram að hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta.Sjá meira: Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar um rúmar 400 milljónir1,6 milljarða aukning í heilbrigðismálum Ráðherra segir að til hvetja til langtímaleigu á húsnæðismarkaði sé lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leifutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Þar með muni virk skattbyrði leigutekna lækka úr 14% í 10%.Heildarútgjöld ríkisins fara lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. „Við erum að styrkjast af afli til þess að bera þá þjónustu sem við ætlum að halda úti,“ sagði Bjarni en ekki er gert ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, „s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila.“ Þá sé gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að tekjuafgangur ríkissjóðs verði 15,3 milljarðar króna á árinu 2016. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. Bjarni sagði að stefnt yrði að hallalausum fjárlögum þriðja árið í röð en nú stefndi í að afkoma ríkissjóðs árið 2015 verði betri en gert var ráð fyrir með 21 milljarðs afgang. „Landsframleiðsla hefur aukist samfellt frá árinu 2011. Ef hagspár ganga eftir erum við að ganga í gegnum eitt lengsta samfellda hagvaxtarskeið í nútíma hagsögu Íslands,“ sagði Bjarni og bætti við að heildartekjur lækki fram til ársins 2019, en heildargjöld lækka meira fram til ársins 2019.Greinileg merki um að skuldir heimila séu að lækka Ráðherra sagði kaupmátt hafa vaxið stöðugt, vaxið um 3,7 prósent, og sé kaupmáttur að ná þeim gildum sem hann var á árinu 2007. Þá hafi verðbólga verið hófleg en fari hækkandi á næstu tveimur árum. Þannig er því spáð að hún hækki á nýju, verði milli 4 og 4,5 prósent, en muni svo fara minnkandi. Bjarni sagði atvinnuleysi hafa haldist stöðugt, fjárfesting í atvinnuvegum fari vaxandi og farið yfir langtímameðaltal. „Við sjáum greinileg merki þess að skuldir heimila séu að lækka og eignastaða heimila að batna.“Sjá meira: Bætur hækka um 9,4 prósentÁhersla á að draga úr skuldum ríkissjóðs Kom það jafnframt fram í kynningu ráðherra að vaxtagjöld ríkissjóðs vægu þyngra í opinberum fjármálum en annars staðar. Því yrðu lögð rík áhersla á það að lækka vaxtakostnað ríkisins á næstu árum. „Við munum leggja sérstaka áherslu á að draga úr skuldum ríkisins til þess að draga úr vaxtabyrðinni á næstu árum.“ Heildarskuldir ríkissjóðs standa í 1.177 milljörðum króna en fram til ársins 2018 er að mati Bjarna svigrúm til þess að lækka skuldirnar verulega og myndi söluandvirði á þeim hlut ríkisins í Landsbankanum sem seldur yrði allur nýttur til þess að greiða niður skuldir.Sjá meira: Aukið framlag til hælisleitenda2,6 milljarðar í húsnæðismál Afgangur af frumjöfnuði verður áfram verulegur, eða um 73 milljarðar króna. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nýju 2,6 milljarða króna framlagi til húsnæðismála og minni skattbyrði leigutekna til að hvetja til langtímaleigu. Þá hækka framlög til heilbrigðismála, menntamála og almannatrygginga. Bjarni sagði stærstu breytingarnar á skattkerfinu árið 2016 snúa að tekjuskatti einstaklinga og afnámi tolla á fatnað og skó. Tollar á fatnað og skó munu falla niður um næstu áramót. Þá sá stefnt að því að allir aðrir tollar en þeir sem leggjast á „tiltekin matvæli“ verði lagðir af í ársbyrjun 2017. „Niðurfelling tolla hefur umtalsverð áhrif á smásöluverð og ætla má að vísitala neysluverðs geti lækkað um allt að 0,5% á árinu 2016 og nái 1% lækkun árið 2017.“Tekjuskattur einstaklinga lækkar Tekjuskattur einstaklinga lækkar í tveimur áföngum og við þann síðari fækkar skattþrepum úr þremur í tvö. Skattprósenta í lægra þrepi verður lækkuð úr 22,86% í 22,68% 1. janúar 2016 og í 22,50% við ársbyrjun 2017. Álag í milliþrep verður lækkað um helming frá ársbyrjun 2016 og fellur það saman við neðsta þrepið um áramótin 2016/2017. Greiðslur barnabóta halda áfram að hækka, en frumvarpið gerir ráð fyrir 3% hækkun bótafjárhæða. Þá er gert ráð fyrir 9,4% hækkun á bótum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleysisbóta.Sjá meira: Hækka framlög til Þjóðkirkjunnar um rúmar 400 milljónir1,6 milljarða aukning í heilbrigðismálum Ráðherra segir að til hvetja til langtímaleigu á húsnæðismarkaði sé lagt til að frítekjumark fjármagnstekjuskatts af leifutekjum einstaklinga af íbúðarhúsnæði verði hækkað úr 30% í 50%. Þar með muni virk skattbyrði leigutekna lækka úr 14% í 10%.Heildarútgjöld ríkisins fara lækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. „Við erum að styrkjast af afli til þess að bera þá þjónustu sem við ætlum að halda úti,“ sagði Bjarni en ekki er gert ráð fyrir aðhaldsaðgerðum vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga, menntamála og heilbrigðisstofnana. Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða króna, „s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila.“ Þá sé gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Tekjur af útvarpsgjaldi hækka um tæpar níu milljónir Framlagið nemur 3.490 milljónir króna. 8. september 2015 13:23