Bíleigendur vilja ekki nýjustu tækni í bíla sína Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 09:01 Ekki vantar fjölda appa sem bíleigendum býðst í nýja bíla sína, en fæst þeirra eru notuð. Bílaframleiðendur eyða miklum fjármunum í að troða hinum ýmsu tækninýjungum í bíla sína en kannanir sýna að bílkaupendur hafa margir hverjir afar takmarkaðan áhuga á þessum tækninýjungum. Könnun sem J.D. Power gerði sýnir að 20% bíleigenda nota alls ekkert 16 af 33 tækninýjungum sem finna má í nýjum bílum. Meðal þessara tækninýjunga er sjálfvirk lagning í stæði, nettenging í bílum, vörpun upplýsinga á framrúðu og innbyggð öpp í afþreyingarkerfi. Í könnuninni kemur fram að ekki bara er þessi nýja tækni ekkert notuð heldur láta bíleigendur í ljós að þeir vilji alls ekki hafa hana í bílum sínum.Tengimöguleikar lítið notaðir Margir af þeim tengimöguleikum sem bjóðast í bíla er lítið notaður, en hinsvegar er almennt mikil ánægja með árekstrarviðvaranir, blindpunktsviðvaranir og búnað sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu. Bílaframleiðendur hafa eytt milljörðum dollara í þróun tengimöguleika í bíls sína svo það hlýtur að teljast áfall fyrir þá að sjá að hann er lítið notaður og fyrir vikið gætu bílar líklega verið talsvert ódýrari. Könnun J.D. Power leiddi einnig í ljós að bíleigendur læra á þá nýju tækni sem í bílum sínum eru á fyrstu 30 dögum eignarhaldsins en eftir það er lítill vilji til að læra á meira og flest annað liggur ónotað í bílnum. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent
Bílaframleiðendur eyða miklum fjármunum í að troða hinum ýmsu tækninýjungum í bíla sína en kannanir sýna að bílkaupendur hafa margir hverjir afar takmarkaðan áhuga á þessum tækninýjungum. Könnun sem J.D. Power gerði sýnir að 20% bíleigenda nota alls ekkert 16 af 33 tækninýjungum sem finna má í nýjum bílum. Meðal þessara tækninýjunga er sjálfvirk lagning í stæði, nettenging í bílum, vörpun upplýsinga á framrúðu og innbyggð öpp í afþreyingarkerfi. Í könnuninni kemur fram að ekki bara er þessi nýja tækni ekkert notuð heldur láta bíleigendur í ljós að þeir vilji alls ekki hafa hana í bílum sínum.Tengimöguleikar lítið notaðir Margir af þeim tengimöguleikum sem bjóðast í bíla er lítið notaður, en hinsvegar er almennt mikil ánægja með árekstrarviðvaranir, blindpunktsviðvaranir og búnað sem bremsar sjálfur við aðsteðjandi hættu. Bílaframleiðendur hafa eytt milljörðum dollara í þróun tengimöguleika í bíls sína svo það hlýtur að teljast áfall fyrir þá að sjá að hann er lítið notaður og fyrir vikið gætu bílar líklega verið talsvert ódýrari. Könnun J.D. Power leiddi einnig í ljós að bíleigendur læra á þá nýju tækni sem í bílum sínum eru á fyrstu 30 dögum eignarhaldsins en eftir það er lítill vilji til að læra á meira og flest annað liggur ónotað í bílnum.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent