Rickie Fowler sigraði í Boston eftir harða baráttu við Henrik Stenson 7. september 2015 22:53 Rickie Fowler hefur átt frábært tímabil í ár. Getty Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir. Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Það voru þeir Henrik Stenson og Rickie Fowler sem börðust um sigurinn á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld en sá síðarnefndi hafði sigur eftir æsispennandi lokaholur. Fyrir hringinn leiddi Stenson með einu höggi á Fowler en hann hélt því forskoti þangað til á 16. holu á hringnum í kvöld þegar að Stenson sló upphafshögg sitt ofan í vatnstorfæru og fékk í kjölfarið tvöfaldan skolla. Fowler tók þá forystuna og fékk síðan par á síðustu tvær holurnar til þess að sigra en þetta er annar sigur þessa vinsæla kylfings á árinu eftir að hafa borið sigur úr býtum á Players meistaramótinu í vor. Hann lék hringina fjóra á TPC Boston vellinum á samtals 15 höggum undir pari, einu betur en Stenson á 14 undir og fjórum á undan Charley Hoffman sem endaði í þriðja sæti á 11 undir pari. Fyrir sigurinn fékk Fowler rúmlega 180 milljónir króna í verðlaunafé ásamt því að hann skaust upp í þriðja sæti stigalista FedEx-úrslitakeppninar þegar aðeins tvö mót eru eftir.
Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira