Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. september 2015 07:00 Danskur lögreglumaður spjallar við flóttafólk frá Sýrlandi, sem komið er til Rødby. Vísir/EPA Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“