Yfirvöld í Austurríki munu draga úr ferðafrelsi flóttamanna um landið, skref fyrir skref, á næstunni. Þannig munu þeir koma í veg fyrir að flóttamenn komist óáreittir inn í Austurríki og í gegnum það til Þýskalands. Landamærum verður aftur lokað.
Reglur varðandi flóttafólk voru settar til hliðar í vikunni svo að þúsundir flóttamanna kæmust frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands.
„Við höfum alltaf sagt að þetta væri neyðartilvik þar sem við yrðum að bregðast fljótt við,“ segir Werner Fayman, kanslari Austurríkis.
Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa þrettán þúsund flóttamenn farið yfir landamæri Ungverjalands og Austurríkis á einungis nokkrum dögum. Fayman tilkynnti þessa breytingu eftir að hann ræddi við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, í síma í dag.
Munu draga úr ferðafrelsi flóttamanna

Tengdar fréttir

Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum
Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna.

Höskuldur Kári í Búdapest: „Mjög magnað andrúmsloft“
Fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar er staddur á lestarstöðinni Keleti í Búdapest.

Hrósa Austurríki og Þýskalandi fyrir móttökur flóttafólks
Löndin ætla að taka á móti þúsundum flóttamanna sem fóru yfir landamæri Ungverjalands og Austurríkis í nótt.

Fögnuðu flóttamönnunum með lófataki - Myndband
Fyrsti hópur flóttamannanna sem gengu af stað frá Ungverjalandi eru komin til Þýskalands.

Átján Sýrlendingar hafa sótt um hæli hér á landi á árinu
Átta málum hefur verið lokið og helmingi flóttamanna í þeim málum veitt hæli.