Margir telja að Hrútar fái Óskarstilnefningu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 22:15 Leikstjórinn Grímur Hákonarson fyrir utan kvikmyndahúsið þar sem Hrútar eru sýndir við miklar undirtektir, eins og röðin gefur til kynna. Mynd/aðsend Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta eru nú staddir í Telluride í Bandaríkjunum þar sem fram fer ein virtasta kvikmyndahátíð Bandaríkjanna. Kvikmyndin var frumsýnd þar vestanhafs á föstudag við miklar undirtektir en rúmlega 100 manns þurftu frá að hverfa af fyrstu sýningu myndarinnar. Búið er að bæta við nokkrum sýningum á myndinni sem er ein sú vinsælasta og umtalaðasta á hátíðinni. „Aðeins 27 myndir eru valdar til sýningar á hátíðinni þannig að það er mjög erfitt að komast hingað inn,” segir Grímur Hákonarson leikstjóri myndarinnar sem var í 3000 metra hæð yfir sjávarmáli þegar Vísir náði á hann. Allir miðar á hátíðina seldust upp í janúar síðastliðnum en þeir eru alla jafna að mjög skornum skammti enda er Telluride ekki nema rúmlega 2000 manna bær í austanverðu Colorado-fylki. Hann segir að kvikmyndahátíðin í Telluride sé um margt ólík öðrum hátíðum sem Hrútar hafa ratað á. „Þeir í Telluride eru með stefnu um að upplýsa ekki um dagskrána fyrr en þú ert mættur. Þetta er svona hálfgerður leyniklúbbur,“ segir Grímur hæðinn. Á hátíðina mæta fulltrúar frá flestum stærstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Bandaríkjanna þannig að um er að ræða mikla „bransahátíð“.„Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar en fólk sem er mikið inni í kvikmyndageiranum hérna í Bandaríkjunum er að tala um að hún eigi töluverða möguleika á að fá Óskarstilnefningu. Það kemur auðvitað bara í ljós. En fyrst þarf hún náttúrulega að vera valin sem framlag Íslands,“ segir Grímur. Aðspurður um hvað kunni að útskýra vinsældir myndarinnar á hátíðinni segir Grímur að þrátt fyrir að erfitt sé að skera úr um það nákvæmlega enda sé margt sem spili inni í. „Til að mynda þykir Bandaríkjamönnunum myndin framandi, þá sérstaklega bændamenningin og þessi ástríða fyrir sauðfénu. En þó er ákveðinn sammannlegur tónn í henni sem endurspeglast í bræðra- og fjölskylduerjunum. Fólk tengir perónulega við þetta enda hafa margir gengið í gegnum svipaðar erjur,“ segir Grímur. „Ég held að það skemmi ekki heldur fyrir að það er töluverður húmor í henni en ekki bara endalaust volæði,“ bætir hann við. Eftir hátíðina heldur Grímur með myndina til Kanada þar sem hún verður sýnd á stórri kvikmyndahátíð í Toronto en því næst mun myndin fara á „hátíðarúnt“ um Bandaríkin eins og Grímur kemst að orði. Hrútar fara í almennar sýningar í bandarískum kvikmyndahúsum þann 6. Febrúar en það er afar sjaldgæft að kvikmyndir á öðrum tungumálum en ensku rati í bandarísk kvikmyndahús. „Þannig að það þykir dálítið góður árangur,“ segir Grímur stoltur. Margir af fremstu stjörnum kvikmyndaheimsins eru nú staddar í Telluride, þeirra á meðal Danny Boyle sem fylgir á eftir kvikmynd sinni Steve Jobs sem og Meryl Streep sem fer með hlutverk í Suffragette. „Við fórum á morgunsýningu á mynd sem heitir Black Mass sem er með Johnny Depp í aðalhlutverki og það er svona svolítið blóðug glæpamynd sem gerist í Boston. Maður er svolítið eftir sig enda skrýtið að sjá svona blóðuga mynd í morgunsárið. Það er verið að frumsýna hana hérna og á Feneyjarhátíðinni á sama tíma og það er mynd sem á alveg pottþétt eftir að fá Óskarstilnefningar,“ segir Grímur. „Það eru allar myndirnar hérna, bæði þær bandarísku sem er verið að frumsýna sem og þær evrópsku, algjörar hágæðamyndir. Myndir sem eiga eftir að ná langt,“ bætir hann við. Hrútar eru því ekki í amalegum félagsskap. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar á kvikmyndahátíð sem slær tóninn fyrir Óskarsverðlaunin Kvikmyndin Hrútar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Telluride í Bandaríkjunum en 27 myndir eru valdar inn á hátíðina í ár. 3. september 2015 19:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Aðstandendur kvikmyndarinnar Hrúta eru nú staddir í Telluride í Bandaríkjunum þar sem fram fer ein virtasta kvikmyndahátíð Bandaríkjanna. Kvikmyndin var frumsýnd þar vestanhafs á föstudag við miklar undirtektir en rúmlega 100 manns þurftu frá að hverfa af fyrstu sýningu myndarinnar. Búið er að bæta við nokkrum sýningum á myndinni sem er ein sú vinsælasta og umtalaðasta á hátíðinni. „Aðeins 27 myndir eru valdar til sýningar á hátíðinni þannig að það er mjög erfitt að komast hingað inn,” segir Grímur Hákonarson leikstjóri myndarinnar sem var í 3000 metra hæð yfir sjávarmáli þegar Vísir náði á hann. Allir miðar á hátíðina seldust upp í janúar síðastliðnum en þeir eru alla jafna að mjög skornum skammti enda er Telluride ekki nema rúmlega 2000 manna bær í austanverðu Colorado-fylki. Hann segir að kvikmyndahátíðin í Telluride sé um margt ólík öðrum hátíðum sem Hrútar hafa ratað á. „Þeir í Telluride eru með stefnu um að upplýsa ekki um dagskrána fyrr en þú ert mættur. Þetta er svona hálfgerður leyniklúbbur,“ segir Grímur hæðinn. Á hátíðina mæta fulltrúar frá flestum stærstu kvikmyndaframleiðslufyrirtækjum Bandaríkjanna þannig að um er að ræða mikla „bransahátíð“.„Ég vil ekki vera með neinar yfirlýsingar en fólk sem er mikið inni í kvikmyndageiranum hérna í Bandaríkjunum er að tala um að hún eigi töluverða möguleika á að fá Óskarstilnefningu. Það kemur auðvitað bara í ljós. En fyrst þarf hún náttúrulega að vera valin sem framlag Íslands,“ segir Grímur. Aðspurður um hvað kunni að útskýra vinsældir myndarinnar á hátíðinni segir Grímur að þrátt fyrir að erfitt sé að skera úr um það nákvæmlega enda sé margt sem spili inni í. „Til að mynda þykir Bandaríkjamönnunum myndin framandi, þá sérstaklega bændamenningin og þessi ástríða fyrir sauðfénu. En þó er ákveðinn sammannlegur tónn í henni sem endurspeglast í bræðra- og fjölskylduerjunum. Fólk tengir perónulega við þetta enda hafa margir gengið í gegnum svipaðar erjur,“ segir Grímur. „Ég held að það skemmi ekki heldur fyrir að það er töluverður húmor í henni en ekki bara endalaust volæði,“ bætir hann við. Eftir hátíðina heldur Grímur með myndina til Kanada þar sem hún verður sýnd á stórri kvikmyndahátíð í Toronto en því næst mun myndin fara á „hátíðarúnt“ um Bandaríkin eins og Grímur kemst að orði. Hrútar fara í almennar sýningar í bandarískum kvikmyndahúsum þann 6. Febrúar en það er afar sjaldgæft að kvikmyndir á öðrum tungumálum en ensku rati í bandarísk kvikmyndahús. „Þannig að það þykir dálítið góður árangur,“ segir Grímur stoltur. Margir af fremstu stjörnum kvikmyndaheimsins eru nú staddar í Telluride, þeirra á meðal Danny Boyle sem fylgir á eftir kvikmynd sinni Steve Jobs sem og Meryl Streep sem fer með hlutverk í Suffragette. „Við fórum á morgunsýningu á mynd sem heitir Black Mass sem er með Johnny Depp í aðalhlutverki og það er svona svolítið blóðug glæpamynd sem gerist í Boston. Maður er svolítið eftir sig enda skrýtið að sjá svona blóðuga mynd í morgunsárið. Það er verið að frumsýna hana hérna og á Feneyjarhátíðinni á sama tíma og það er mynd sem á alveg pottþétt eftir að fá Óskarstilnefningar,“ segir Grímur. „Það eru allar myndirnar hérna, bæði þær bandarísku sem er verið að frumsýna sem og þær evrópsku, algjörar hágæðamyndir. Myndir sem eiga eftir að ná langt,“ bætir hann við. Hrútar eru því ekki í amalegum félagsskap.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hrútar á kvikmyndahátíð sem slær tóninn fyrir Óskarsverðlaunin Kvikmyndin Hrútar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Telluride í Bandaríkjunum en 27 myndir eru valdar inn á hátíðina í ár. 3. september 2015 19:45 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hrútar á kvikmyndahátíð sem slær tóninn fyrir Óskarsverðlaunin Kvikmyndin Hrútar verður sýnd á kvikmyndahátíðinni Telluride í Bandaríkjunum en 27 myndir eru valdar inn á hátíðina í ár. 3. september 2015 19:45