Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Mælingar á loftþrýstingi í dekkjum Mercedes bílsins voru taldar tilefni nánari skoðunar eftir keppnina.
„Við sögðum þeim hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hjá okkur í dag. Það var aðili frá FIA sem mældi loftþrýstinginn. Eini munurinn á ferlinu okkar var að lágmarksþrýstingurinn var hærri. Við höfum þróað þetta ferli með tengilið okkar hjá Pirelli. Nú er bara að bíða eftir ákvörðun dómaranna,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes.
„Það eru öll lið á brautinni á mörkunum og alltaf allir að reyna á þanmörkin. Við erum ekki einir um það,“ sagði Hamilton áður en niðurstaðan lá fyrir.
Í niðurstöðu dómaranna segir: „Dómarar hafa úrskurðað að loftþrýstingur í dekkjunum var nægur þegar dekkin voru sett á bílinn.“
„Ákveðið hefur verið að engar frekari aðgerðir fari fram,“ segir enn fremur í niðurstöðu dómaranna.
„Dómarar hvetja dekkjaframleiðandann (Pirelli) og FIA (Alþjóða akstursíþrótta sambandið) til að funda fljótlega til að kveða um skýrari línur í þessum efnum,“ segir að endingu.
Lewis Hamilton heldur fyrsta sætinu

Tengdar fréttir

Hamilton mögulega vísað úr keppni: Ekki mitt að passa þrýstinginn
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Athugun FIA á loftþrýsting í dekkjum Mercedes gæti leitt til brottvísunar Hamilton. Hver sagði hvað eftir skemmtilega keppni?
Lewis Hamilton vann á Monza
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Felipe Massa á Williams varð þriðji.

Raikkonen: Við komum sjálfum okkur á óvart
Lewis Hamilton náði nokkuð öruggum ráspól á Moza í dag. Það er hans sjöundi í röð. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton á ráspól á Monza
Lewis Hamilton var fljótastur á Mercedes bílnum og náði sínum sjöunda ráspól í röð. Kimi Raikkonen varð annar á Ferrari og liðsfélagi hans, Sebastian Vettel varð þriðji.