Heimir: Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist? Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2015 12:24 Heimir og Lars eru að gera frábæra hluti. vísir/vísir Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari Íslands, segir að fólk megi ekki alveg missa sig í gleðinni þrátt fyrir góða stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann segir að sambandið hafi lært á viðureigninni gegn Króatíu og að það megi ekki gera sömu mistök og þá. „Ég vil hvetja ykkur fjölmiðlamennina að horfa á leikinn hjá Kasaktan gegn Tékklandi. Það hafa orðið sjö breytingar á byrjunarliðinu frá fyrri leiknum gegn okkur og þeirra lið er í mikilli framför. Ég verð að hrósa þjálfaranum þeirra, Yuri Krasnozhan. Hann hefur gert mjög góða hluti,” sagði Heimir við fjölmiðlamenn. Ísland gæti tryggt sér sæti á EM fyrir leikinn á morgun og segir Heimir að það gæti reynst erfitt að halda mönnum frá úrslitunum í hinum leikjunum. Þeir hefjast á undan leik Íslands og Kazaka. „Það er erfitt í þessum heimi í dag. Fá menn ekki alltaf píp í rassinn þegar eitthvað gerist. Það er mjög erfitt að halda upplýsingum frá leikmönnum, en það er líka bara eðlilegt að menn vilji vita hvort þeir séu komnir í lokakeppni EM.”Sjá meira: Allir klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga Erlendur blaðamaður spurrði hvernig samband Lars og Heimis sé. Heimir sagði að þeir myndu vega hvorn annan upp í styrkleikum og veikleikum, en hann vildi þó helst tala um leikinn sem framundan er á morgun. „Það er eðlilegt að allir vilji taka þátt í gleðinni, en við megum ekki missa okkur í gleðinni. Við megum ekki detta í það daginn fyrir partýið. Við þurfum eitt stig í viðbót.” „Við erum búnir að læra af síðari leiknum gegn Króatíu. Við gerðum vel í fyrri leiknum, en svo fóru skrípalæti í gang í kringum allt. Sambandið er búið að læra af því. Við viljum hleypa fólki að okkur, en við verðum að fá að einbeita og undirbúa okkur fyrir leikinn,” sagði Heimir. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, borðaði með liðinu fyrir síðari leikinn gegn Króatíu. Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, spurði Heimi hvort hann fengi að borða með liðinu: „Ég veit ekki hvort við getum stöðvað hann, en við getum þá tekið hann í mat seinna,” sagði Heimir við mikil hlátursköll.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira