Tyrkland skaust upp fyrir Holland í A-riðlinum í undankeppni Evrópu með 2-0 sigri í Tyrklandi í dag. Tyrkland er með tveggja stiga forskot á Holland í baráttunni um 3. sætið þegar tvær umferðir eru eftir.
Hollendingar eru í hættu á því að missa af EM á næsta ári eftir tapið, aðeins ári eftir að hafa nælt í brons á Heimsmeistaramótinu í Brasilíu.
Oguzhan Ozyakup kom Tyrklandi yfir í upphafi leiks og Arda Turan, leikmaður Barcelona, bætti við öðru marki stuttu fyrir hálfleik.
Hollendingar reyndu að færa sig framar á völlinn en náðu ekki að saxa á forskot Tyrkja sem unnu að lokum verðskuldaðan sigur.
Í hinum leik riðilsins tryggðu Tékkar sér sæti á lokakeppni EM með naumum 2-1 sigri á Lettlandi í Riga, höfuðborg Lettlands.
David Limbersky kom Tékklandi yfir og Vladimir Darida bætti við öðru marki um miðbik seinni hálfleiks. Lettar náðu að minnka muninn í seinni hálfleik en lengra komust þeir ekki.
Wales missti af tækifærinu til þess að gulltryggja sæti á lokakeppni EM í 0-0 jafntefli gegn Ísrael í kvöld. Með sigri hefði Wales tryggt sæti sitt í lokakeppninni en Ísraelum tókst að taka stig frá Wales.
Þá vann Noregur góðan 2-0 sigur á Króatíu í Osló en með sigrinum skaust Noregur upp fyrir Króatíu í H-riðlinum. Ítalía getur komist aftur upp fyrir Noreg með sigri í kvöld en þessi þrjú lið berjast um efstu tvö sætin sem gefa þátttökurétt á lokakeppninni næsta sumar.
Úrslit dagsins:
Lettland 1-2 Tékkland
Malta 2-2 Azerbaidjan
Noregur 2-0 Króatía
Tyrkland 2-0 Holland
Wales 0-0 Ísrael
Tékkland komið á EM | Tyrkland skaust upp fyrir Holland með öruggum sigri

Mest lesið





Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti



Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn


Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
