Forréttindaníska Hildur Björnsdóttir skrifar 4. september 2015 09:33 „Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
„Mamma, sjáðu“. Fimm ára og fordekraður leiddi hann mig að myndinni. Hefðbundnar áhyggjur hurfu um stund. Eitt augnablik hvarf hugur hans frá spjaldtölvum og rjómaís. „Af hverju eru börnin svona?“ Myndin sýndi þjökuð sýrlensk flóttabörn. Vannærð og vesæl. Vanmáttug reyndi ég að skýra það sem ég skil ekki sjálf. „En mamma, af hverju hjálpum við þeim ekki?“ Heimsbyggðin stendur frammi fyrir umfangsmiklum flóttamannavanda. Þeim stærsta frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Saklaust fólk flýr hörmungar og þúsundir drukkna á flóttanum. Siðmenntaðar þjóðir snúa baki við vandanum - finnst hann óþægilegur - vírgirðingar og vígamenn loka landamærum. Stjórnvöld ílengjast í skrifræði og diplómasíu. Biðin kostar mannslíf. Köldustu hjörtun sjá ekki lengra en nef sér. Svo sýkt af forréttindanísku að blæðir úr nösunum. Bera fyrir sig þjónustustig og stöðu annarra Íslendinga - bera fyrir sig íslensk skólabörn með notuð ritföng. Telja rétt að loka augum gagnvart þeim fólksfjölda sem flýr stríðsátök í heimalandinu. Þeim börnum sem lifa við hungursneyð fjarri foreldrum sínum. Þeim örvæntingarfullu sem lúta í lægra haldi fyrir Miðjarðarhafinu. Þykir rétt að fórna mannslífum - því ekki má fjölga börnum með notaðan blýant. Íslendingar eiga sumir um sárt að binda. Þeim reyna margir að hjálpa. Stöðu þeirra verður þó varla jafnað við stöðu flóttafólks. Lífi þeirra var ekki umbylt í stríði. Börn þeirra hvíla ekki undir þungri sæng hafsins. Íslensk móðir getur ekki haldið barni sínu fermingarveislu. Sýrlensk móðir getur ekki haldið barni sínu á floti í Miðjarðarhafi. Íslensk stúlka á ekki snjallsíma. Sýrlensk stúlka er fórnarlamb mansals. Íslenskur faðir getur ekki boðið fjölskyldu sinni á sólarströnd. Sýrlenskur faðir sér lífvana líkama sona sinna - hreyfingarlausa á sólarströnd. Gæðum er misskipt í heiminum. Úthlutunin handahófskennd landfræðileg heppni. Á mælikvarða misskiptingar erum við feitur bakaradrengur með glassúr út að eyrum. Svo blindfull af forréttindum að vellur úr munnvikunum. Hnallþóra í hverjum skáp og rjómabolla í vasanum. Við fótskör okkar öreigar sem sárbæna um mylsnu. Hinir kornungu Aylan og Galip Kurdi komu frá bænum Kobane í Sýrlandi. Fjölskylda þeirra flúði stríðsátök í heimalandinu og hugði á betra líf í Kanada. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Í ólgusjó hvolfdi bát þeirra undan ströndum Tyrklands. Faðirinn reyndi að bjarga fjölskyldunni en vonin var engin. Hafið sigraði þau hvert af öðru. Myndir af líki hins þriggja ára Aylan Kurdi, mara í hálfu kafi við sólarströnd, skilja engan eftir ósnortinn. Ferðalok hans eru víti til varnaðar. Þúsundir Íslendinga hafa opnað arma sína. Vilji landsmanna til aðgerða er skýr. Við skynjum misskiptinguna. Við sjáum hörmungarnar. Við skiljum neyðina. Stjórnvöld verða að bregðast við. Biðin kostar mannslíf. Opnið landamærin. Leyfið okkur að hjálpa.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun