Birkir Bjarna: Heppnir að Robben fór af velli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:24 Birkir Bjarnason fær hér vítið. Vísir/Valli Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Birkir Bjarnason var maðurinn á bak við sigurmarkið á móti Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld en hann fiskaði vítið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark leiksins úr í upphafi seinni hálfleiks. „Mér líður mjög vel eins og örugglega allri þjóðinni," sagði Birkir Bjarnason, kátur eftir leikinn. „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta var þungur og stór völlur og maður var mjög fljótt þreyttur. Þeir voru mjög mikið með boltann en við náðum að halda okkar stöðu og slepptum þeim ekkert mikið lausum," sagði Birkir en hvað gerðist þegar hann fiskaði vítið? „Ég fékk boltann fyrir utan teig og ákvað síðan bara að taka varnarmanninn á. Ég ætlaði fyrst að skjóta en beið svo aðeins. Það var gott að sjá hann fara niður því þá gat ég bara farið niður," sagði Birkir. Hvernig leið honum þegar Gylfi Þór Sigurðsson hljóp að boltanum í vítaspyrnunni? „Ég hafði alveg trú á honum og vissi að hann myndi skora. Mig langaði svo að sjá boltann fara inn og var því auðvitað svolítið stressaður," sagði Birkir. „Þetta eru auðvitað smá sárabætur fyrir það að hafa misst af Meistaradeildinni með Basel þó að maður vildi náttúrulega vera þar líka. Þetta eru frábær stig fyrir okkur," sagði Birkir. Eitt stig í síðustu þremur leikjunum nægir nú Íslandi til að komast á EM. „Við megum ekki hugsa um að okkur vanti bara eitt stig. Við þurfum að fara í næsta leik og ná í þrjú stig. Við getum ekki farið heim til að reyna að spila upp á eitt stig á móti Kasakstan. Við ætlum bara að vinna leikinn," sagði Birkir. „Þeir byrjuðu leikinn af mjög miklum krafti og þá sérstaklega Arjen Robben. Við vorum svolítið heppnir að hann fór útaf. Hann var sprækur og var að komast inn og ná að skjóta," sagði Birkir en fyrirliði Hollendinga, Arjen Robben, fór meiddur af velli eftir 25 mínútna leik.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18 Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03 Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Gylfi Þór: Aldrei áður verið stressaður að taka víti Gyfli Þór hafði á tilfinningunni að Ísland mundi fá víti. Ákvað hvert hann myndi skjóta í gær. 3. september 2015 22:18
Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. 3. september 2015 22:03
Eiður Smári: „Já, ætlar þú ekki? Ég ætla á EM!“ "Menn mega grenja annað slagið. Ég held að menn muni ekkert sjá það aftur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 1-0 sigurinn á Hollandi. 3. september 2015 22:07
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29