Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:03 Lars Lagerbäck með öðrum í starfsliði Íslands þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Vísir/Valli Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29