Eiður Smári og fjórir aðrir geta spilað tímamótaleik á Amsterdam Arena í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 15:30 Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Valli Framundan er risaleikur fyrir íslenska landsliðið í kvöld þegar strákarnir mæta Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Nokkrir leikmanna Íslands geta spilað tímamóta leik.Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki að spila í síðasta leik gegn Tékkum og bíður því enn eftir 80. landsleiknum sínum. Eiður Smári gæti náð þeim tímamótum á móti Hollandi í kvöld en hann hefur spilað þessa 79 landsleiki sína á 19 árum eða frá 1996 til 2015. Þegar Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrsta landsleikinn sinn vorið 1996 þá var hann leikmaður hollenska liðsins PSV Eindhoven en núna spilar hann með kínverska liðinu Shijiazhuang Yongchang. Hinir möguleikir tímamótaleikir kvöldsins eru talsvert langt frá Eiði Smára en þrír eiga góða möguleika á því að ná þrítugasta landsleiknum sínum í kvöld. Þeir Kolbeinn Sigþórsson, Hannes Þór Halldórsson og Ari Freyr Skúlason hafa allir spilað 29 landsleiki fyrir Íslands og eru allir mjög líklegir byrjunarliðsmenn í kvöld. Allir ættu þeir því að spila þrítugasta landsleikinn sinn á Amsterdam Arena. Kolbeinn sem er á sínum gamla heimavelli hefur þegar skorað 17 mörk fyrir íslenska landsliðið og er nú átta mörkum á eftir Eiði Smára sem hefur átt markametið í áratug.Theódór Elmar Bjarnason hefur spilað 19 landsleiki og bíður eftir þeim tuttugasta. Elmar hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur mótsleikjum Íslands eða síðan hann var í byrjunarliðinu á móti Tékkum í tapleiknum úti.Emil Hallfreðsson átti einnig möguleika á því að spila tímamótaleik en hann spilaði sinn 49. leik á móti Tékkum í júní. Emil meiddist hinsvegar um síðustu helgi og er ekki með að þessu sinni. Fimmtugasti leikurinn kemur því vonandi bara síðar. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. 3. september 2015 12:00 Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. 3. september 2015 14:00 3000 íslenskum stuðningsmönnum hleypt út úr búrinu Hollenska knattspyrnusambandið var gjafmilt á miðana til íslenskra stuðningsmanna. 3. september 2015 15:00 Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila Rúrik Gíslason segir marga af strákunum í landsliðinu mjög nána vini sína. 3. september 2015 07:30 Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. 3. september 2015 13:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Framundan er risaleikur fyrir íslenska landsliðið í kvöld þegar strákarnir mæta Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Nokkrir leikmanna Íslands geta spilað tímamóta leik.Eiður Smári Guðjohnsen fékk ekki að spila í síðasta leik gegn Tékkum og bíður því enn eftir 80. landsleiknum sínum. Eiður Smári gæti náð þeim tímamótum á móti Hollandi í kvöld en hann hefur spilað þessa 79 landsleiki sína á 19 árum eða frá 1996 til 2015. Þegar Eiður Smári Guðjohnsen spilaði fyrsta landsleikinn sinn vorið 1996 þá var hann leikmaður hollenska liðsins PSV Eindhoven en núna spilar hann með kínverska liðinu Shijiazhuang Yongchang. Hinir möguleikir tímamótaleikir kvöldsins eru talsvert langt frá Eiði Smára en þrír eiga góða möguleika á því að ná þrítugasta landsleiknum sínum í kvöld. Þeir Kolbeinn Sigþórsson, Hannes Þór Halldórsson og Ari Freyr Skúlason hafa allir spilað 29 landsleiki fyrir Íslands og eru allir mjög líklegir byrjunarliðsmenn í kvöld. Allir ættu þeir því að spila þrítugasta landsleikinn sinn á Amsterdam Arena. Kolbeinn sem er á sínum gamla heimavelli hefur þegar skorað 17 mörk fyrir íslenska landsliðið og er nú átta mörkum á eftir Eiði Smára sem hefur átt markametið í áratug.Theódór Elmar Bjarnason hefur spilað 19 landsleiki og bíður eftir þeim tuttugasta. Elmar hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur mótsleikjum Íslands eða síðan hann var í byrjunarliðinu á móti Tékkum í tapleiknum úti.Emil Hallfreðsson átti einnig möguleika á því að spila tímamótaleik en hann spilaði sinn 49. leik á móti Tékkum í júní. Emil meiddist hinsvegar um síðustu helgi og er ekki með að þessu sinni. Fimmtugasti leikurinn kemur því vonandi bara síðar.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir 42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. 3. september 2015 12:00 Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. 3. september 2015 14:00 3000 íslenskum stuðningsmönnum hleypt út úr búrinu Hollenska knattspyrnusambandið var gjafmilt á miðana til íslenskra stuðningsmanna. 3. september 2015 15:00 Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila Rúrik Gíslason segir marga af strákunum í landsliðinu mjög nána vini sína. 3. september 2015 07:30 Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. 3. september 2015 13:00 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
42 ár síðan að íslenska landsliðið spilaði síðast í Amsterdam Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Hollendingum í Amsterdam Arena í kvöld en þá fer fram sjöunda umferðin í riðli Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. 3. september 2015 12:00
Vönustu aðstoðarþjálfararnir í dag? Aðstoðarmenn Danny Blind, landsliðsþjálfara Hollendinga, eru gömlu markakóngarnir Marco Van Basten og Ruud Van Nistelrooy en Ísland mætir einmitt Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld. 3. september 2015 14:00
3000 íslenskum stuðningsmönnum hleypt út úr búrinu Hollenska knattspyrnusambandið var gjafmilt á miðana til íslenskra stuðningsmanna. 3. september 2015 15:00
Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila Rúrik Gíslason segir marga af strákunum í landsliðinu mjög nána vini sína. 3. september 2015 07:30
Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. 3. september 2015 13:00