Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðast fyrir Ísland í Hollandi. vísir/getty Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira