Strákarnir eru staddir í Amsterdam þar sem þeir undirbúa sig fyrir gríðarlega mikilvægan leik gegn Hollandi í undankeppni EM annað kvöld.
Hafa þeir æft saman undanfarna tvo daga en þeir ákváðu að slappa af í kvöld yfir kvikmynd og varð mynd Baltasars fyrir valinu en hún var frumsýnd í Feneyjum í dag. Veitti Baltasar heimild fyrir því að liðið fengi að sjá hana í kvöld en myndin hefur fengið góða dóma frá kvikmyndagagnrýnendum.
Er það venja hjá íslenska liðiðinu að horfa á mynd saman kvöldið fyrir leik en liðið horfði saman á Entourage fyrir leikinn gegn Tékklandi, Fúsa í Kazakstan og Vonarstræti í Tékklandi.
Myndir af strákunum í bíósalnum má sjá hér fyrir neðan.