Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 09:30 Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Andri Marinó Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00