Aldraðir eiga mikinn rétt samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar Björgvin Guðmundsson skrifar 2. september 2015 09:30 Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun