Þaulreyndur geðlæknir segir of fáa meðferðaraðila fyrir flóttafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 Páll Eiríksson geðlæknir mynd/aðsend „Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll. Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við gætum vafalaust tekið við hundruðum flóttamanna en við höfum þó ekki það sem þarf,“ segir Páll Eiríksson geðlæknir um flóttamannavandann og þátttöku Íslendinga. „Hvar er liðið sem á að taka á móti fólkinu sem gengið hefur í gegnum andlegar og líkamlegar hörmungar og þarf á mikilli þjónustu að halda?“ spyr Páll. Páll vann í nokkur ár sem geðráðgjafi í flóttamannabúðum í Blekinge í Svíþjóð og kynntist vel þeim vandamálum sem flóttamenn frá Júgóslavíu sem þangað komu kljáðust við. Hann hefur starfað sem geðlæknir hér á landi, í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. „Fólk sem heldur að matarboð eða eitt bros geti breytt hrikalegri vanlíðan vegna foreldramissis, makamissis, missis eigna, lands og þjóða veit ekki hvað það er að tala um. Það þarf svo miklu meira til,“ segir Páll og vitnar í orð Þóris Guðmundssonar, deildarstjóra Rauða krossins í Reykjavík, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Þórir sagði Ísland auðveldlega geta tekið á móti hundruðum flóttamanna næstu tvö ár. Páll tekur dæmi um að Ísland myndi ákveða að taka við 300 flóttamönnum. „Það þyrftu allir sálfræðihjálp eða að komast til geðlæknis vegna áfallastreitu eða váhrifa. Við höfum ekki slíkan mannskap hér á landi,“ segir Páll og bætir við að fólkið hafi allt upplifað mikil áföll og að flestir hafi séð vini eða fjölskyldumeðlimi svelta, drukkna eða vera drepna. „Þetta fólk er að koma úr vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Hvað hafa til dæmis margir Íslendingar séð morð?“ Páll segir mikilvægt að stjórnvöld varist það að taka á móti fleiri flóttamönnum en við ráðum við. „Við eigum þó klárlega að taka á móti einhverjum og gera það eins vel og við getum. Það eru langir biðlistar hjá sálfræðingum og geðlæknum á Íslandi og við verðum að vera í stakk búin að hjálpa fólkinu sem við ætlum að taka á móti þannig að sómi sé að,“ segir Páll.
Flóttamenn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira