Íslendingar eftirbátar í meðferðarmálum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Dr. Stephanie S. Covington „Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
„Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent