Fótbolti

Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson spila með Hammarby IF.
Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson spila með Hammarby IF. Mynd/Guðmundur Svansson
Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum.

Birkir Már er hinsvegar ekki að spila þessa stöðu með liði sínu. Hann er á sínu fyrsta tímabili með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby IF.

Birkir Már lék áður með Brann í Noregi og var þar í sex ár. Nú er hinsvegar kominn til höfðuborgar Svíþjóðar og í nýja stöðu.

„Ég er eiginlega bara búinn að spila sem miðvörður því ég held að ég hafi bara verið bakvörður í tveimur af þessum nítján leikjum sem eru búnir," segir Birkir Már.

Hann er sáttur með eigin frammistöðu en viðurkennir að þetta er kannski ekki alveg besti undirbúningurinn fyrir hlutverk hans með landsliðinu.

„Það kemur ágætlega út en er kannski verra fyrir landsliðið en maður gleymir ekkert hvernig er að spila hægri bakvörð þótt að maður spili miðvörð í nokkrum leikjum. Þetta verður í lagi," segir Birkir Már.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×