Talar sjaldan við Óla Stef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 08:00 Ólafur Stefánsson tók fram skóna í vetur og spilaði með Kolding í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00