Talar sjaldan við Óla Stef Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2015 08:00 Ólafur Stefánsson tók fram skóna í vetur og spilaði með Kolding í Meistaradeild Evrópu. Vísir/Daníel Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson er yngstur fimm systkina. Elst er Íris, svo kemur Ólafur, næstur Eggert og svo Stefanía. Um mikla íþróttafjölskyldu er að ræða en Eggert spilaði með Fram í efstu deild í fótbolta, Stefanía sankaði að sér verðlaunum í tennis og Ólaf Stefánsson þarf varla að kynna fyrir neinum, hlaðinn verðlaunum eftir langan atvinnumannaferil í handbolta. Ólafur hefur verið leiðtogi karlalandsliðsins í handbolta sem vann frækin afrek þar sem silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 stendur upp úr. Jón Arnór hefur á svipaðan hátt leitt körfuboltalandsliðið á nýjar slóðir eftir fyrsta stórmót landsliðsins í Berlín. Jón Arnór segir þá Ólaf þó aldrei hafa rætt saman um hlutverk leiðtogans eða lært hvor af öðrum.Sjá einnig: „Hvað er málið með þennan númer átta?“ „Við tölum voðalega lítið saman til að byrja með,“ segir Jón Arnór. Þegar þeir ræði saman á annað borð sitji þó mikið eftir. Þeir hafi reyndar náð kaffibolla fyrr í sumar eftir viðtal hjá RÚV þar sem þeir ræddu í klukkutíma. „Ég var að reyna að útskýra fyrir honum ákveðna hluti á mínum ferli, hvernig mér liði gagnvart landsliðinu og fleira. Hann kom með mjög góða punkta eins og að við yrðum að fá eins mikið út úr þessari keppni og við gætum. Það yrði að vera ákveðið markmið, ekki bara að fara og vera ánægðir. Hefðum við tapað öllum leikjunum með fimmtíu stigum og ekki staðið í liðunum hefðum við ekki getað gengið sáttir frá borði. Það hefði verið allt önnur tilfinning.“Jón Arnór einbeittur í leik Íslands og Tyrklands á EM í Berlín.Vísir/ValliBreytist þegar allir verða á Íslandi Það kemur blaðamanni mjög á óvart að Jón Arnór og Ólafur talist ekki oftar við. Þeir eru bræður, báðir atvinnumenn og með sameiginleg áhugamál. „Ég hef alltaf verið úti og hann úti í sínu svo við höfum varla hist einu sinni yfir sumarið. Svo er hann rokinn í stórmót og við aldrei náð að tengjast,“ segir Jón Arnór. Þeir ræði samt alltaf að þegar þeir flytji heim muni það breytast. „Óli er nú fluttur heim og orðinn þokkalega jarðbundinn. Þá kannski byrjar eitthvað og það myndast meiri tengsl,“ segir Jón Arnór. Það séu þó alltaf fagnarfundir þegar þeir hittist og mjög náttúrulegt, eins og þeir hafi verið að ræða saman í gær. „Þannig eiga bræðratengslin að vera,“ segir Jón Arnór. Hann tali sömuleiðis lítið við Eggert bróður sinn þótt samband þeirra sé mjög náið. Þeir tali um allt milli himins og jarðar þegar þeir hittast. „Við erum bara svo lélegir að taka upp símann og hringja.“Jón Arnór Stefánsson er í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins. Þar ræðir Jón um ástina, NBA-ævintýrið, eltingaleikinn við stúdentsprófið og ástæðu þess að hann hafnaði á lista með hryðjuverkamönnum.Að neðan má sjá innslag sem spænsk sjónvarpsstöð vann í tilefni af komu Jóns Arnórs til CAI Zaragoza árið 2011. Þar er fjallað um boltabræðurna Eggert, Ólaf og Jón Arnór.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15 Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Jón Arnór aðeins einu sinni orðið stjörnustjarfur Þrátt fyrir að körfuknattleikskappinn Jón Arnór Stefánsson hafi ýmist spilað með eða gegn fremstu leikmönnum Evrópu og æft með einu stærsta félaginu í NBA segist hann alltaf hafa haldið ró sinni, nema einu sinni. 19. september 2015 23:15
Lúxuslíf síðan ég byrjaði með Lilju Jón Arnór Stefánsson hefur flakkað um heiminn með körfubolta í hendi í átján ár. Íþróttamaður ársins leiddi landsliðið á sitt fyrsta Evrópumót, var á lista yfir hryðjuverkamenn og ætlar að fagna stúdentnum fyrir fertugt. 19. september 2015 08:00