Golf

Óstöðvandi Jason Day 18 undir pari eftir 36 holur á BMW meistaramótinu

Jason Day einbeittur á öðrum hring í kvöld.
Jason Day einbeittur á öðrum hring í kvöld. Getty
Það virðist nákvæmlega ekkert stöðva Jason Day þessa dagana en eftir tvo hringi á BMW meistaramótinu er hann á heilum 18 höggum undir pari.

Hann spilaði sinn besta hring á ferlinum á PGA-mótaröðinni í gær eða á tíu undir pari og hann fylgdi því eftir með hring upp á 63 högg í kvöld eða átta undir pari.

Day hefur sigrað á síðustu þremur af fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í, meðal annars á PGA-meistaramótinu og Barclays mótinu sem fram fór í enda ágúst en það er hreint ótrúlegur árangur hjá þessum 27 ára Ástrala.

Hann hefur fimm högga forskot á næstu menn sem eru þeir Brendan Todd og Daniel Berger en þeir eru á 13 höggum undir pari.

Kevin Na og Jordan Spieth koma á eftir þeim á 11 höggum undir pari, en Rory McIlroy er á níu undir.

Það verður spennandi að sjá hvort að einhver getur gert atlögu að Day það sem eftir lifir móts en bein útsending frá þriðja hring á Conway Farms vellinum hefst klukkan 18:30 á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×