Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Sveinn Arnarsson skrifar 19. september 2015 07:00 Kjartan Magnússon vísir/vilhelm Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur. Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ísland er með virkar þvingunaraðgerðir við 29 þjóðir í dag. Þar af eru sex þeirra meðal tuttugu fátækustu ríkja heims samkvæmt gögnum Alþjóðabankans. Nýverið hefur hávær umræða í þjóðfélaginu verið uppi um þvingunaraðgerðir gegn Rússum. Einnig hefur orðið umræða um samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur að sniðganga vörur Ísraela. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist almennt vera á móti þvingunaraðgerðum og ef eigi að setja á slíkar aðgerðir sé Alþingi réttur vettvangur. „Ég óttast að þessi ákvörðun borgarstjórnar muni hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Erlendar fréttasíður hafa verið að taka upp þessa frétt og talsmaður utanríkisráðuneytis Ísraela hefur tjáð sig um málið,“ segir Kjartan. „Erlendir aðilar gera ekki greinarmun á Reykjavík annars vegar og íslensku þjóðinni allri hins vegar.“Ásmundur Friðriksson, þingmaður SjálfstæðisflokksinsUm er að ræða tvenns konar aðgerðir sem íslensk stjórnvöld fylgja. Annars vegar aðgerðir sem stafa frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þær er skylt að innleiða vegna aðildar að SÞ. Hins vegar er um að ræða ráðstafanir sem taldar eru nauðsynlegar til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana, samstarfsríkja eða ríkjahópa um þvingunaraðgerðir sem eru samþykktar til að viðhalda friði, öryggi, virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Þvingunaraðgerðir ESB sem Ísland ákveður að taka undir eru í síðarnefnda flokknum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur gagnrýnt þær opinberlega. Hann segir mikilvægt að Ísland gæti hlutleysis sem lítið efnahagskerfi sem byggi á fáum stoðum. „Við eigum ekki frekar en aðrar þjóðir að skaða þessar útflutningsgreinar,“ segir Ásmundur. „Ég held almennt að þessar viðskiptaþvinganir hafi ekki haft neina þýðingu heldur herðir það bara þessa bófa sem þær beinast gegn. Ég sé ekki að slíkar refsiaðgerðir hafi borið nokkursstaðar árangur.“ Ásmundur telur nokkurn tvískinnung felast í þvingunaraðgerðum íslenskra stjórnvalda. „Mér finnst það svolítið skrítið að við setjum þvinganir á Rússa en á sama tíma erum við í fullum viðskiptum við ríki þar sem troðið er á mannréttindum, í því er fólginn tvískinnungur og ég held að við sjáum það að slíkar þvinganir eru ekki til þess fallnar að laga réttindi þeirra hópa sem þarf að laga,“ segir Ásmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00 Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03 Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45 Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57 Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ráðherra segir sniðgöngu áhrifalausa Utanríkisráðherra segir það hafa engin áhrif þótt borgin sniðgangi ísraelskar vörur. Hann efast um að ákvörðunin standist lög um opinber innkaup. 18. september 2015 07:00
Áréttar að ákvörðun borgarstjórnar sé ekki í samræmi við utanríkisstefnu Íslands Reykjavíkurborg ákvað í vikunni að sniðganga ísraelskar vörur meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir. 18. september 2015 17:03
Vissu ekki hvaða vörur þau voru að sniðganga Borgarfulltrúar Reykjavíkurborgar vissu ekki hvaða vörur þeir voru að sniðganga þegar borgin samþykkti tillögu um viðskiptabann á vörur frá Ísrael í nafni mannúðar og samstöðu með Palestínumönnum. 18. september 2015 19:45
Ísraelskur ríkisborgari biður stöðumælaverði um að sekta sig ekki Bíleigandi bað stöðumælaverði um að virða það að hann sé ísraelskur ríkisborgari, og því megi þeir ekki sekta hann fyrir stöðubrot. 18. september 2015 14:57
Hræsni viðskiptabanns Verður lyfið Copaxone sem ætlað er MS-sjúklingum einnig sniðgengið? 19. september 2015 07:00