Fótbolti

Benítez: Ronaldo er okkar Pau Gasol

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. vísir/getty
Rafael Benítez, þjálfari Real Madrid, segir að Cristiano Ronaldo sé Pau Gasol Madrídarliðsins, en körfuboltamiðjherjinn Gasol, leikmaður Chicago Bulls, hefur verið magnaður á EM fyrir Spán undanfarna daga.

Benítez fylgist væntanlega grannt með gangi mála á EM þar sem spænska landsliðið er komið í úrslitaleikinn þökk sé Gasol. Hann skoraði 30 stig í átta liða úrslitunum og fjörtíu stig gegn Frakklandi í undanúrslitum í gær.

Ronaldo fór rólega af stað á tímabilinu og skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjum liðsins. Eftir það opnuðust allar flóðgáttir.

Ronaldo skoraði fimm mörk í 6-0 bursti á Espanyol í deildinni um síðustu helgi og fylgdi því eftir með þrennu í Meistaradeildinni í vikunni. Hann er nú buínn að skora 321 mark fyrir Real Madrid í öllum keppnum og er aðeins tveimur mörkum á eftir meti Raúl.

„Cristiano er okkar Pau Gasol. Vonandi hjálpar hann liðinu að vinna titla eins og aðrir fábærir leikmenn,“ sagði Rafael Benítez á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Granada á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×