Fótbolti

Forseti Real Madrid staðfestir klásúlu í samningi Morata

Alvaro Morata, leikmaður Juventus, fagnar hér marki sínu í úrslitaleiknum gegn Barcelona.
Alvaro Morata, leikmaður Juventus, fagnar hér marki sínu í úrslitaleiknum gegn Barcelona. Vísir/Getty
Forseti Real Madrid, Florentino Perez, staðfesti að félagið íhugaði þessa dagana að nýta sér klásúlu sem sett var í samninginn við félagsskipti Alvaro Morata til Juventus um að spænska félagið gæti keypt hann aftur fyrir fyrirfram ákveðna upphæð.

Morata sem er 23 árs gamall spænskur framherji er á sínu öðru tímabili í herbúðum Juventus en hann gekk til liðs við ítölsku meistaranna fyrir síðasta tímabil fyrir 20 milljónir evra eftir að hafa fengið fá tækifæri í herbúðum Real Madrid.

Var hann fyrir aftan Karim  Benzema í goggunarröðinni og ákvað fyrir vikið að færa sig um set í bili en Real Madrid setti skilyrði í samninginn um að félagið gæti keypt hann á ný á 30 milljónir evra innan tveggja ára.

„Við gætum fengið hann til baka og við erum að íhuga þann möguleika. Við þyrftum að greiða 10 milljónum evra meira fyrir hann en við seldum hann á á sínum tíma,“ staðfesti Perez í samtali við Marca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×