Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2015 10:27 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10