Lífið

„Pabbi á eftir að drulla á sig“

Margrét Erla Maack skrifar
Yrsa Ír Scheving býr á Höfn í Hornafirði og gengur í Fjölbrautaskóla Austur-Skaftafelssýslu. Hún gerði sér ferð til að sjá tónleika Jessie J, og beið fyrir utan frá hádegi til að komast alveg fremst. Það greinilega margborgaði sig, því að Yrsa Ír náði athygli söngkonunnar og innan skamms var hún komin með míkrófón í hönd og söng fyrir tónleikagesti.

Eins og sést voru tónleikagestir duglegir við að festa atburðinn á síma, og Yrsa Ír segir að myndskeiðin skipti tugum. Pabbi Yrsu Írar hefur verið hennar helsti hvatamaður í söngnum. Hann hefur þó ekki hugmynd um ævintýrin undanfarinn sólarhring, því hann er úti á sjó. Ísland í dag hitti Yrsa Ír.

Innslagið byrjar upp eftir rúmar átta mínútur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×