Twitter-síða Opta greinir frá þessu í dag
Ronaldo svaraði þeim örfáu sem þorðu að gagnrýna hann eftir fyrstu tvær umferðir spænsku deildarinnar um síðustu helgi er hann skoraði fimm mörk í 6-0 sigri Real Madrid á Deportivo. Fylgdi hann því eftir með þrennu gegn Shaktar Donetsk í gær.
Ronaldo virðist vera að slá met til gamans en hann er nú þegar orðinn markahæsti leikmaður Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni og er hann aðeins tveimur mörkum frá því að vera markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum.
Hefur hann skorað 325 af þessum 499 mörkum með hægri fæti, þar af 81 af vítapunktinum, 89 með vinstri fæti, 83 skallamörk og tvö með öðrum hætti.
499 - All @Cristiano goals. Star pic.twitter.com/yOT5CyIUwN
— OptaJose (@OptaJose) September 16, 2015