Sumir fengu næði en aðrir ekki skjóðan skrifar 16. september 2015 10:30 Byko sneri rúmlega 150 milljóna tapi á árinu 2013 í ríflega 130 milljóna hagnað á síðasta ári. Móðurfélag Byko, Norvik, hagnaðist um 8,2 milljarða á síðasta ári og munaði þar mest um sölu eigna en Norvik seldi á árinu Kaupás, sem rekur verslanir Krónunnar og Nóatúns, auk þess sem Elko, Bakkinn vöruhótel og vélaverkstæðið Egill voru seld. Við þessa sölu lækkuðu skuldir Norvikur og eigið fé jókst úr 6,2 milljörðum í 14,2 milljarða. Vert er að hrósa stjórnendum Norvikur fyrir vel unnið verk. Eftir hrunið 2008 stóð Norvik höllum fæti eins og mörg önnur íslensk eignarhaldsfélög. Það er gleðilegt að eigendum Norvikur skuli hafa gefist næði til að vinna úr eignum félagsins og selja þær við hagstæð skilyrði fremur en að þurfa að selja þær á eins konar brunaútsölu við verstu möguleg skilyrði í sjálfu hruninu eða beint í kjölfar þess. Norvik hefur háð harða baráttu og stendur nú sterkt eftir, tæpum sjö árum eftir hrun. Eiginfjárstaðan er sterk, fjárfestingargetan mikil, og íslenska hagkerfið mun án efa njóta góðs af því á komandi árum og misserum. Það er hverju hagkerfi dýrmætt að eiga öfluga fjárfesta sem leggja eigin fjármuni í uppbyggingu atvinnulífs. Norvik fékk næði til að vinna úr sínum eignum en því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af mörgum öðrum íslenskum eignarhaldsfélögum sem svipað var ástatt um eftir fall bankanna. Bankar hirtu Icelandair af fyrri eigendum skömmu eftir hrun og var félaginu í framhaldinu komið í hendur lífeyrissjóða. Síðan hefur Icelandair malað gull fyrir nýja eigendur. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað jafn mikið í kauphöllinni frá hruni og sú spurning vaknar hví lánardrottnar félagsins gáfu ekki fyrri eigendum næði til að vinna úr eigninni frekar en að leysa hana til sín einmitt þegar verðmæti hennar var í lágmarki? Arion banki leysti til sín Haga og harðneitaði að gefa fyrri eigendum næði til að endurfjármagna félagið og vinna úr eignum þess. Í þeim efnum virtist bankinn láta undan þrýstingi frá fyrrum virtasta fjölmiðli landsins, sem hamaðist gegn fyrri eigendum Haga. Hagar eru gott fyrirtæki og með þeim arðbærustu í kauphöllinni. Nú eiga lífeyrissjóðir félagið. Dæmin eru fleiri en því miður hafa eftirmál hrunsins í bankakerfinu einkennst af því að sumum er gefið næði til að vinna úr sínum eignum en öðrum ekki. Eignir þeirra eru leystar til bankanna sem framselja þær til lífeyrissjóða. Þessar eignir eru fé án hirðis. Hagkerfið og atvinnulífið gjalda fyrir það þegar fram líða stundir. Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Byko sneri rúmlega 150 milljóna tapi á árinu 2013 í ríflega 130 milljóna hagnað á síðasta ári. Móðurfélag Byko, Norvik, hagnaðist um 8,2 milljarða á síðasta ári og munaði þar mest um sölu eigna en Norvik seldi á árinu Kaupás, sem rekur verslanir Krónunnar og Nóatúns, auk þess sem Elko, Bakkinn vöruhótel og vélaverkstæðið Egill voru seld. Við þessa sölu lækkuðu skuldir Norvikur og eigið fé jókst úr 6,2 milljörðum í 14,2 milljarða. Vert er að hrósa stjórnendum Norvikur fyrir vel unnið verk. Eftir hrunið 2008 stóð Norvik höllum fæti eins og mörg önnur íslensk eignarhaldsfélög. Það er gleðilegt að eigendum Norvikur skuli hafa gefist næði til að vinna úr eignum félagsins og selja þær við hagstæð skilyrði fremur en að þurfa að selja þær á eins konar brunaútsölu við verstu möguleg skilyrði í sjálfu hruninu eða beint í kjölfar þess. Norvik hefur háð harða baráttu og stendur nú sterkt eftir, tæpum sjö árum eftir hrun. Eiginfjárstaðan er sterk, fjárfestingargetan mikil, og íslenska hagkerfið mun án efa njóta góðs af því á komandi árum og misserum. Það er hverju hagkerfi dýrmætt að eiga öfluga fjárfesta sem leggja eigin fjármuni í uppbyggingu atvinnulífs. Norvik fékk næði til að vinna úr sínum eignum en því miður er ekki hægt að segja sömu sögu af mörgum öðrum íslenskum eignarhaldsfélögum sem svipað var ástatt um eftir fall bankanna. Bankar hirtu Icelandair af fyrri eigendum skömmu eftir hrun og var félaginu í framhaldinu komið í hendur lífeyrissjóða. Síðan hefur Icelandair malað gull fyrir nýja eigendur. Ekkert fyrirtæki hefur hækkað jafn mikið í kauphöllinni frá hruni og sú spurning vaknar hví lánardrottnar félagsins gáfu ekki fyrri eigendum næði til að vinna úr eigninni frekar en að leysa hana til sín einmitt þegar verðmæti hennar var í lágmarki? Arion banki leysti til sín Haga og harðneitaði að gefa fyrri eigendum næði til að endurfjármagna félagið og vinna úr eignum þess. Í þeim efnum virtist bankinn láta undan þrýstingi frá fyrrum virtasta fjölmiðli landsins, sem hamaðist gegn fyrri eigendum Haga. Hagar eru gott fyrirtæki og með þeim arðbærustu í kauphöllinni. Nú eiga lífeyrissjóðir félagið. Dæmin eru fleiri en því miður hafa eftirmál hrunsins í bankakerfinu einkennst af því að sumum er gefið næði til að vinna úr sínum eignum en öðrum ekki. Eignir þeirra eru leystar til bankanna sem framselja þær til lífeyrissjóða. Þessar eignir eru fé án hirðis. Hagkerfið og atvinnulífið gjalda fyrir það þegar fram líða stundir.
Skjóðan Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira