Ósátt við að flytja ræður úr sæti sínu: Freyja Haraldsdóttir krefst breytinga á þingsal Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. september 2015 13:44 Freyja vill að allir geti stundað stjórnmál burtséð frá líkamlegum eiginleikum. Vísir/GVA „Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“ Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Alþingi þarf að láta af því að elska gamlar sögulegar pontur meira en réttindi borgara sinna,“ sagði Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, á þingi í dag undir málsliðnum störf þingsins. Hún er fötluð og getur því ekki nýtt sér pontuna í Alþingissalnum eins og aðrir þingmenn. Hún hefur því ávallt ávarpað þingsal úr sæti sínu. Freyja er ósátt við að vera höfð „á jaðri þingsalarins“ þar sem hún sést ekki jafn vel og það heyrist ekki jafn vel í henni. „Gera þarf nauðsynlegar breytingar svo alls konar fólk geti hér stundað stjórnmál í öllum embættum, hvort sem það fer um gangandi, sitjandi eða liggjandi. Þetta þarfað gerast í fullu samráði við ólíka hópa fatlaðs fólks,“ sagði Freyja. Hún ákvað að þegja ekki lengur um þetta mál þar sem hún segist ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að þau séu minna virði en aðrar þingkonur eða þingkarlar eins og hún sagði sjálf. „Það er eiginlega með trega sem ég vel að vekja máls á því að ponta Alþingis er ekki að fullu aðgengileg. Það er með trega vegna þess að mér finnst óþægilegt að persónugera þetta mál, enda er þetta prinsippmál. Ég hef því valið að hafa ekki hátt um það þar til nú af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að fyrir tæpum tveimur árum var ég fengin til þess að upplýsa ykkur um hvernig ég gæti notað pontuna. Nokkrum mánuðum síðar sá ég frétt um það að pontan væri orðin hjólastólavæn og um leið og það gladdi mig fékk ég smákvíðahnút í magann. Með fréttinni var mynd af tveimur uppisitjandi karlmönnum í hjólastól sem hvorugur er varaþingmaður. Ég var svolítið undrandi að ekki hefði verið kallað eftir mér til að prófa pontuna þar sem fólk vissi af því að ég mundi mögulega starfa hér á ný.“ Þá sagðist hún ekki geta gefið fötluðu fólki þau skilaboð að fatlaðir væru minna virði en aðrir þingmenn. „Ég get ekki lengur sent þau skilaboð. Fatlað fólk sem hefur rutt brautina fyrir mína kynslóð um allan heim á það einfaldlega inni hjá mér að ég sé ekki slík gunga.“
Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira