Lögreglan staðnar í klóm fjársveltis og manneklu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 14. september 2015 20:00 Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Lögreglan á Íslandi telur sig ekki geta spornað við uppgangi skipulagðrar brotastarsfemi hér á landi vegna fjárskorts og manneklu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra. Þar segir jafnframt að lögreglan á landsbyggðinni telur sig ekki geta haldi uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Lítil fjölgun hefur átt sér stað í röðum lögreglumanna undanfarið og það á sama tíma og starfsumhverfi þeirra tekur breytingum. Skipulögð brotastarfsemi er til staðar á höfuðborgarsvæðinu og líklega víðar á landsbyggðinni. Þá er íslenskur markaður með marijúana orðinn sjálfbær og minni verkefnum fjölgar með stórauknum fjölda ferðamanna. Í niðurlagi samantektarinnar segir orðrétt: „Við vinnslu þessarar skýrslu kom fram það almenna mat lögreglunnar á Íslandi að hún sé ekki fær um að halda uppi ásættanlegri frumkvæðislöggæslu vegna fjárskorts og manneklu.“ Þá telur lögreglan á landsbyggðinni sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi sökum fjárskorts. Í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um framtíðarhorfur skipulagðrar glæpastarfsemi segir að íslensku lögreglunni hafi verið sniðinn þröngur stakkur síðustu ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“„Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla.“„Það var gerð greining á mannaflaþörf lögreglunnar árið 2006 og þá var talað um að það væri nauðsynlegt að hafa 900 manns. Nú er lögreglumenn 640 talsins. Það sýnir sig að að er engan veginn nóg,“ segir Ásgeir Karlsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Skortur á frumkvæðisvinnu skapi þá hættu að starfandi hópar glæpamanna eflist og á það jafnt við um umsvif og veltu fjármuna. „Í flestum tilfellum telja menn sig ekki hafa nægilegan mannskap til að sinna ásættanlegri frumkvæðisvinnu,“ segir Ásgeir. „Við höfum það á tilfinningunni að landsbyggðin sé að verða meiri útkallslögregla. Þeir hafa miklu minni möguleika á að rannsaka stærri og flóknari mál en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira