Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Kári Örn Hinriksson skrifar 14. september 2015 17:00 Bae þarf að skipta út drivernum fyrir riffil. Getty Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka. Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Nick Price, fyrirliði heimsúrvalsins í Forsetabikarnum, valdi Suður-Kóreumanninn Sang Moon Bae í lið sitt fyrir mótið sem fer fram snemma í október. Bae hefur átt gott tímabil á PGA-mótaröðinni og sigraði meðal annars á Frys.com meistaramótinu en hann hefur þó verið meira í fréttum vegna herskyldu sem hann er neyddur til að sinna í heimalandinu. Forsetabikarinn fer einmitt fram í Suður-Kóreu en fyrr á þessu ári tapaði Bae máli sínu fyrir dómstólum þar sem hann reyndi að sleppa við herskylduna til þess að halda áfram atvinnumannaferli sínum í golfi. Hann þarf því að taka sér frí frá golf í tvö ár og ganga í herinn, en Suður-Kórea er tæknilega enn í stríði við nágranna sína í norðri. Price segir að hann hafi valið Bae í liðið vegna þess að hann sé að spila vel þessa dagana, en einnig því að hann þekkir Songdo Jack Nicklaus völlinn vel sem leikið er á.„Það er mikilvægt fyrir okkur að fá mikinn stuðning hjá heimamönnum og að hafa Kóreumenn í liðinu á eftir að hjálpa til. Sang Moon Bae hefur leikið vel að undanförnu og hann vill örugglega ólmur sanna sig á heimavelli áður en að herskyldan tekur við.“ Bae mun því tía upp í Forsetabikarnum í október en eftir mótið mun hann skrá sig í herinn þar sem hann fær rúmlega 130 dollara í laun á mánuði, sem er ansi lítið miðað við þær sjö milljónir dollara sem þessi snjalli kylfingur hefur unnið sér inn í verðlaunafé á PGA-mótaröðinni. Hann þarf þó ekki að örvænta þegar að herskyldunni líkur því mótaröðin hefur gefið það út að Bae fái sjálfkrafa keppnisrétt á ný þegar að hann snýr til baka.
Golf Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti