Aðstæður flóttafólks eru ómannúðlegar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2015 07:00 Ungur sýrlenskur drengur gengur fram hjá ruslahaug í flóttamannabúðum fyrir Sýrlendinga í suðurhluta Líbanons. Í slíkum búðum sér fólk enga framtíð. NordicPhotos/AFP Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór. Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Mikill fjöldi Sýrlendinga, sem flúði sprengingar og efnavopnaárásir í heimalandi sínu, býr nú við litlu skárri lífsskilyrði í Jórdaníu og Líbanon. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna varaði í gær við því að flóttamennirnir íhugi nú að snúa aftur til síns stríðshrjáða heimalands þar sem þeir sjái enga framtíð í Jórdaníu og Líbanon. Þeir flóttamenn sem þar eru þurfa margir hverjir að lifa á andvirði um fimmtíu króna á dag og eiga margir hverjir ekki þak yfir höfuðið. Fréttastofa The Guardian greinir frá því að sjálfboðaliðar segi mörg dæmi um ung börn sem labba um göturnar og reyna að selja blóm eða pússa skó til að bæta hag fjölskyldu sinnar. Börnin eru svo áreitt af ölvuðu fólki á götum úti á næturnar þar sem þau þurfa oft að sofa. „Flóttamenn hér segja okkur að þeir vilji frekar fara heim til Sýrlands, í miðja borgarastyrjöld. Fólk þarf að hafa náð botninum að öllu leyti til að taka slíka ákvörðun,“ sagði Dina El-Kassaby, talskona Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Melissa Fleming, talskona Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir slæma stöðu í nágrannaríkjunum helstu ástæðu fyrir því að æ fleiri Sýrlendingar flýi til Evrópu. „Á meðan ekki fæst fjármagn til að styrkja innviði þessara landa mun fólk halda áfram að flykkjast til Evrópu.“ BBC birti í gær myndband sem sýnir fórnarlömb efnavopnaárása. Myndbandið dregur upp óhugnanlega mynd af lífinu í Sýrlandi, sem hópar flóttamanna í Líbanon og Jórdaníu telja þó skárra en lífið í nágrannaríkjunum. „Það er virkilega sársaukafullt að horfa á myndbandið. Foreldrar bera föla, blauta og hreyfingarlausa líkama barna sinna inn á spítala á meðan læknar reyna að bjarga lífi þeirra. Menn kúgast og æla á meðan amma barnanna liggur friðsæl á bekk, látin,“ segir í lýsingu BBC á myndbandinu, sem var tekið upp í kjölfar efnavopnaárásar. Fréttastofa BBC hefur eftir heimildarmanni sínum, efnavopnasérfræðingi, að allt bendi til þess að sinnepsgas hafi verið notað í árásum Íslamska ríkisins. Þá hefur herlið ríkisstjórnar Bashars al-Assads einnig verið sakað um að hafa beitt efnavopnum sem innihalda klór.
Flóttamenn Tengdar fréttir Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ "Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: "Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. 30. ágúst 2015 15:58
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30