Carla Bruni til liðs við Ford Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 14:19 Carla Bruni. Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Bílaframleiðandinn Ford hefur fengið fyrrum forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, til að leika í auglýsingamyndbandi fyrir Ford bíla. Með þessu vill Ford komast nær hjarta fransmanna og færast með því á heimavöll samkeppnisaðilanna Renault og Peugeot-Citroën. Ford viðurkennir að fyrirtækið taki með þessu vissa áhættu þar sem Carla Bruni hafi verið eiginkona afar hægri sinnaðs forseta sem í valdatíð sinni á árunum 2007 til 2012 hafi verið kallaður “president bling bling” vegna óhóflegar sýniþarfar. Hinsvegar hafi Ford þótt Carla Bruni afar heppilegur kostur vegna fjölhæfni hennar sem fyrirsætu og síðar söngkonu og leikkonu og enn síðar sem forsetafrú. Ford er ekki með mikla markaðshlutdeild í Frakklandi og hyggst breyta því. Sala Ford þar nemur nú 4,3% af heildarbílamarkaðnum en sala Peugeot-Citroën er 30% og Renault 26%.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent