Mercedes fram úr Audi í sölu Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2015 11:41 Mercedes Benz GLC. Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent
Til margra ára hefur röð þýsku lúxusbílaframleiðendanna í sölumagni í heiminum verið á þann veg að BMW hefur verið söluhæst, Audi í öðru sæti og Mercedes Benz í þriðja sæti. Það sem af er liðið ári er þó Mercedes Benz búið að taka fram úr Audi og stefnir því í að Benz taki annað sætið af Audi þetta árið. Mercedes Benz hefur selt 1,19 milljón bíla fyrstu 8 mánuði ársins en Audi 1,18. Aðeins munar þarna 10.880 bílum. Það sem ríður baggamuninum er ágæt sala Mercedes Benz í Kína á meðan Audi hefur horft uppá minnkandi sölu þar, sem og BMW. Í ágúst var Mercedes Benz eitt þessara þriggja fyrirtækja að ná aukinni sölu frá fyrra ári í Kína og nam vöxturinn hvorki meira né minna en 53% á meðan sala Audi þar minnkaði um 4,1% og BMW um 0,9%. Það er ekki nóg með að Benz hafi náð Audi í heildarsölu í heiminum heldur er stutt í BMW, sala þess út ágúst nemur 1,21 milljón bíla. Því gæti árið endað þannig að Mercedes Benz verði aftur orðið söluhæst þessara þriggja framleiðenda, en Benz missta þann tiltil til BMW árið 2005.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent