Heildarveiðin komin í 43.488 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2015 09:30 Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012. Mest lesið Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði
Laxveiðisumarið er nú þegar orðið eitt það besta síðan farið var að halda nákvæmar skráningar á afla úr ánum. Landssamband Veiðifélaga gefur út sinn vikulega lista öll miðvikudagskvöld og það er Þorsteinn á Skálpastöðum sem heldur utan um þá vinnu að afla þeirra upplýsinga. Listinn nær ekki yfir allar ár á Íslandi en allar þær stærstu, þekktustu og svo auðvitað aflahæstu eru á þessum lista. Heildarveiðin í viðmiðunaránum er komin í 43.488 laxa sem er ein besta veiði síðustu 10 ára og ennþá á eftir að veiða í tvær vikur í nokkrum sjálfbæru ánum og lengur í Rangánum báðum. Ef aðeins eru teknar saman veiðitölurnar úr topp 10 ánum á listanum, sem má finna í heild sinni hér, þá er heildarveiðin úr þeim ám 29.597 laxar sem um 2/3 af heildaraflanum. Þrátt fyrir hrakfallaspár frá mörgum í vor og byrjun sumars þegar veiðin fór hægt af stað sýnist og sannast að ennþá er lítið vitað um orsakir aflabrests árið 2014 og 2012.
Mest lesið Íslenska fluguveiðisýningin hefst í dag Veiði Góðir dagar inn á milli í Langá Veiði Tilboð og kóði í vefsölu hjá Lax-Á Veiði Norðurá: Mun minna af laxi en undanfarin ár Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Vikulegar veiðitölur komnar í loftið Veiði Umsóknir í forúthlutun SVFR Veiði Mögnuð veiði í Litluá í Keldum Veiði 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Veiði Veiðin að glæðast eftir rigningar Veiði