Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. september 2015 08:00 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP Flóttamenn Grikkland Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“