Segir hugmyndir um samfélagsbanka úreltar Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2015 07:00 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í ræðustól Alþingis. vísir/pjetur Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann. Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hugmyndir um að reka banka á öðrum forsendum en arðsemisforsendum eru úreltar, að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni sagði þetta við fyrstu umræðum um fjárlög sem fram fór í gær. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, minnti á að Framsóknarflokkurinn, samstarfsflokkur sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, hefði samþykkt ályktun á síðasta landsfundi um að rétt væri að Landsbankinn ætti að vera áfram í ríkiseigu. Þessi ályktun er í takti við skoðanir Frosta Sigurjónssonar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, og hefur Össur Skarphéðinsson tekið undir þær. Katrín spurði því hvort Bjarni hefði stuðning síns samstarfsflokks um að selja 30% hlut í Landsbankanum, eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmálanum. Bjarni kvaðst njóta stuðnings og að rétt væri að halda til streitu áformum um söluna. „Ég tel í fyrsta lagi að það sé mikilvægt til þess að greiða niður skuldir og ég tel að það sé í öðru lagi mikilvægt til þess að fá dreifðari eignaraðild að bankanum. Og varðandi hugmyndir sumra um að bankinn verði áfram í eigu ríkisins þá er það mín skoðun að ríkið eigi að eiga um 40 prósent í bankanum og vera þannig aðaleigandi bankans og ráðandi hluthafi í bankanum,“ segir Bjarni. Eðlilegt væri að finna eigendur að hinum 60 prósentunum. „Og hugmyndir um að fjármálastofnanir eins og Landsbankinn sem eru í samkeppni við aðra banka á landinu eigi að vera reknir með einhverju öðru heldur en arðsemismarkmiði. Það held ég að séu hugmyndir sem eru úreltar. Og slíkar hugmyndir og slíkar tilraunir hafa kostað okkur gríðarlegar fjárhæðir. Ég nefni Íbúðalánasjóð þar sem dæmi,“ segir hann.
Alþingi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira