Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. september 2015 14:26 Bjarni Benediktsson kynnir fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni en fyrsta umræða um það stendur nú yfir á Alþingi. vísir/GVA „Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
„Það hryggir okkur jafnaðarmenn að það séu bara sumir sem fái að njóta efnahagsbatans og að stórir hópar fái ekki notið bættrar stöðu, einkum þeir sem minnst hafa handa á milli.“ Þetta sagði Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um fjárlagafrumvarpið 2016 á Alþingi í dag. Hún sagði stoðir velferðarkerfisins nú vera að gliðna þar sem almannatryggingar ná ekki lágmarkslaunum en Samfylkingin hefur einmitt lagt fram frumvarp á þingi þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur fylgi þróun lágmarkslauna. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að bætur hækki í samræmi við þróun launa, líkt og lög kveða á um. „Hægristjórnin stærir sig af því að hækka bætur og lætur eins og um sérstakt góðverk er að ræða en hún kemst ekki hjá því að fara að lögum um almannatryggingar,“ sagði Oddný. Hún sagði lögin því ráða en ekki réttlætið þar sem þeir sem þurfi bætur ættu að fá sömu hækkanir og samið var um fyrir lægstu laun. Í andsvari við ræðu Oddnýjar sagði fjármálaráðherra að bætur væru nú að hækka um 9,4% og hefðu aldrei hækkað meira. Hækkun þeirra er í samræmi við launaþróun í landinu líkt og lög kveða á um og sagði Oddný að ástæðan fyrir þessari miklu hækkun væri því að launabætur væru góðar. „Réttlætið hins vegar þegar lægstu launin eru hækkuð umtalsvert meira en önnur laun felst í því að ekki sé farið eftir ísköldum lagabókstafnum heldur er metin staða aldraðra og öryrkja og þeirra kjör bætt í samræmi við lægstu laun,“ sagði Oddný. Bjarni sagðist hafa efasemdir um þá stefnu Samfylkingarinnar að bætur eigi að vera jafnháar launum. „Ég tel að við þurfum að tryggja að það séu réttir hvatar í kerfinu til þess að fólk sjái ávinninginn af því að fara út á vinnumarkaðinn og sækja sér vinnu, það tel ég að sé mikilvægt. Samfylkingin virðist vera með stefnu sem gengur að stórum hluta út á að bótavæða samfélagið og að það sé bara í góðu lagi að hafa frjálst val um það hvort maður sé á bótum eða á vinnumarkaði.“ Þá sagði Bjarni það vera stóralvarlegt mál þegar þróun í fjölgun bótaþega væri jafnör og verið hefði á síðustu tveimur áratugum. Hér að neðan má sjá hluta af umræðum Bjarna og Oddnýjar frá því í morgun.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjá meira
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28