Flottur akstur Íslendinganna í Skien í Noregi Finnur Thorlacius skrifar 10. september 2015 13:02 Það voru glæst tilþrifin sem íslensku keppendurnir sýndu á Norður-Evrópumótinu í torfæru í Skien í Noregi um síðustu helgi. Einir 14 íslenskir ökumenn mættu á tryllitækjum sínum en alls var keppt á 30 bílum. Í flokki sérútbúinna bíla hafði Snorri Þór Árnason forystu fyrir síðustu braut en náði því miður ekki að klára hana og norðmaðurinn Martin Michaelsen fór uppfyrir hann. Sjá má frábær tilþrif ökumanna í glímunni við nánast ókleifar brekkur í Skien. Myndskeiðið er ríflega 4 mínútna langt. Í því sést að ökumenn eru ekki hræddir við að velta bílum sínum í harðri keppninni um verðlaunasæti. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Það voru glæst tilþrifin sem íslensku keppendurnir sýndu á Norður-Evrópumótinu í torfæru í Skien í Noregi um síðustu helgi. Einir 14 íslenskir ökumenn mættu á tryllitækjum sínum en alls var keppt á 30 bílum. Í flokki sérútbúinna bíla hafði Snorri Þór Árnason forystu fyrir síðustu braut en náði því miður ekki að klára hana og norðmaðurinn Martin Michaelsen fór uppfyrir hann. Sjá má frábær tilþrif ökumanna í glímunni við nánast ókleifar brekkur í Skien. Myndskeiðið er ríflega 4 mínútna langt. Í því sést að ökumenn eru ekki hræddir við að velta bílum sínum í harðri keppninni um verðlaunasæti.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent