Dýrari en Perlan en ódýrari en Harpa Snærós Sindradóttir skrifar 10. september 2015 07:00 Að mati formanns KSÍ væri hægðarleikur að fylla stærri völl því uppselt hafi verið á alla karlalandsleiki síðastliðin ár. Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“ Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Kostnaður og stærð nýs þjóðarleikvangs eru langt frá hugmyndum þeirra sem hafa verið hvað mest stórhuga í umræðunni síðustu daga, að mati Geirs Þorsteinssonar formanns KSÍ. Hann segir umræðu um fimmtán til tuttugu milljarða króna leikvang algjörlega úr lausu lofti gripna. „Við höfum aldrei látið okkur dreyma um slíkar fjárhæðir.“ Síðastliðin ár hefur völlurinn aðeins fyllst á leikjum karlalandsliðsins í fótbolta, sem fara fram á vellinum þrisvar til fimm sinnum á ári. En þá komast líka færri að en vilja.Geir ÞorsteinssonHugmyndir KSÍ um nýjan þjóðarleikvang á Laugardalsvelli snúa að því að loka vellinum af í báða enda með stúkum og þannig fjölga sætum úr tíu þúsundum og í tuttugu þúsund. Framtíðardraumarnir eru að byggja þak yfir völlinn til að veita meira skjól. Til þess þyrfti meðal annars að taka hlaupabrautina, sem nú er í stórum sveig fyrir aftan mörk vallarins. „Ef það á að loka vellinum af og byggja stúku til endanna þá verða þær að vera svona fimm til tíu metrum fyrir aftan mörkin. Við viljum byggja venjulegan ferhyrndan völl,“ segir Geir. Reykjavíkurborg er eigandi Laugardalsvallar. Geir segir að fjölbreyttari starfsemi en fótboltaleikir yrði að fara fram í húsinu. „Reykjavík hlýtur að þurfa að eiga einn svona viðburðastað þar sem fólk getur komið saman á stóra menningarviðburði og við getum notað í fótboltaleiki nokkrum sinnum á ári.“Guðmundur Kristján Jónsson„Innan þessarar stóru lóðar sem Laugardalsvöllur afmarkar gæti til dæmis verið heilsuhótel, á besta stað borgarinnar. Stúkan á móti gömlu stúkunni hefur ekkert líf nema þegar leikið er á vellinum. Það er ekki okkar draumur að byggja einhver sæti sem myndu standa auð,“ segir Geir og bætir við: „Ég held að þeir sem eru stórhuga gagnvart viðburðum og menningu í Reykjavík, yfirvöld, ættu að sjá fyrir sér menningarviðburðahús þar sem gætu verið ráðstefnur og tónleikar í vaxandi höfuðborg.“ KSÍ tilkynnti í gær að til samstarfs hefði verið stofnað við ráðgjafarfyrirtækið Borgarbrag um að leiða vinnu við kostnaðaráætlun og kanna möguleikann á byggingu vettvangsins. Guðmundur Kristján Jónsson, framkvæmdastjóri Borgarbrags, segir ekki tímabært að nefna kostnað við leikvanginn. „Það er ómögulegt að segja hvað mannvirkið mun kosta ef af því verður. Klárlega myndi þetta hlaupa á einhverjum milljörðum en hvort þeir verða fimm, tíu eða fimmtán, það er ómögulegt að segja,“ segir Guðmundur. Hann segir að þeirra fyrsta skref sé að ræða við hagsmunaaðila, svo sem Reykjavíkurborg og íþróttahreyfinguna. Í kjölfarið væri svo ráðist í þarfagreiningu. „Ég myndi ekki segja að það stæði til að raska umhverfinu meira en hefur verið gert, eða að fara inn á nýja byggingareiti. Yfirbyggingin sem slík, hvort það verður þak á vellinum eða ekki, er seinni tíma mál.“
Alþingi Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira