Margir styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson skrifar 10. september 2015 00:00 Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun