Fyrstu Tesla Model X rúlla út í dag Finnur Thorlacius skrifar 29. september 2015 14:49 Tesla Model X er með fiðrildahurðum. Margra ára bið eftir Tesla Model X jepplingnum er loks á enda því fyrstu bílarnir af þessari gerð munu rúlla út úr verksmiðjum Tesla í Kaliforníu í dag við heilmikla viðhöfn. Fyrstu bílarnir verða ekki sýndir þar fyrr en kl. 7 að kveldi á staðartíma, eða eftir um 11 klukkustundir. Tesla lýsti yfir áhuga sínum á að smíða jeppling áður en fyrirtækið kynnti Model S bílinn, sem selst hefur vel. Árið 2010 sýndi Tesla myndir af þeim bílum sem fyrirtækið hafði áhuga á að smíða, fremur stóran fólksbíl, sem varð að veruleika með Model S, jeppling sem nú verður að veruleika með Model X og síðan blæjubíl og pallbíl, sem ekki hafa enn komið til sögunnar, hvað sem síðar verður. Reyndar eru allar líkur til þess að næsti bíll Tesla verði mun ódýrari fólksbíll en Model S sem á helst ekki að kosta meira en 35.000 dollara. Talandi um verð þá kostar nýi Model X bíllinn í sinni ódýrustu útfærslu 80.000 dollara en í Signature útfærslu 132.000 dollara, eða 10 og 17 milljónir króna. Þess má geta að Tesla Model X, sem vegur um 2,5 tonn er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið. Tesla Model X kemur nú á markað langt á eftir upphaflegum áætlunum Tesla en svo virðist sem hlutabréfamarkaðnum hafi verið nokk sama því hlutabréf í Tesla hafa hækkað um 18% á þessu ári sem enn og aftur lýsir óbilandi trú fólks á framtíðarmöguleikum Tesla. Tesla Model X er ekki beint ósmekklegur að innan. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Margra ára bið eftir Tesla Model X jepplingnum er loks á enda því fyrstu bílarnir af þessari gerð munu rúlla út úr verksmiðjum Tesla í Kaliforníu í dag við heilmikla viðhöfn. Fyrstu bílarnir verða ekki sýndir þar fyrr en kl. 7 að kveldi á staðartíma, eða eftir um 11 klukkustundir. Tesla lýsti yfir áhuga sínum á að smíða jeppling áður en fyrirtækið kynnti Model S bílinn, sem selst hefur vel. Árið 2010 sýndi Tesla myndir af þeim bílum sem fyrirtækið hafði áhuga á að smíða, fremur stóran fólksbíl, sem varð að veruleika með Model S, jeppling sem nú verður að veruleika með Model X og síðan blæjubíl og pallbíl, sem ekki hafa enn komið til sögunnar, hvað sem síðar verður. Reyndar eru allar líkur til þess að næsti bíll Tesla verði mun ódýrari fólksbíll en Model S sem á helst ekki að kosta meira en 35.000 dollara. Talandi um verð þá kostar nýi Model X bíllinn í sinni ódýrustu útfærslu 80.000 dollara en í Signature útfærslu 132.000 dollara, eða 10 og 17 milljónir króna. Þess má geta að Tesla Model X, sem vegur um 2,5 tonn er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið. Tesla Model X kemur nú á markað langt á eftir upphaflegum áætlunum Tesla en svo virðist sem hlutabréfamarkaðnum hafi verið nokk sama því hlutabréf í Tesla hafa hækkað um 18% á þessu ári sem enn og aftur lýsir óbilandi trú fólks á framtíðarmöguleikum Tesla. Tesla Model X er ekki beint ósmekklegur að innan.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent